Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1957, Qupperneq 24

Heimilisblaðið - 01.07.1957, Qupperneq 24
DORNFORD YATES: Viljj örlaganna vn. „Ef einhver er hérna, þá hlýtur hann að vera við vegamótin,“ hvíslaði Tómas í eyra Katrínar. Þau sáu rétt grilla í vegamótin framund- an. Tómas hélt sig eins nærri hægri vegar- brúninni og hægt var, og Katrín fylgdi á eftir. Þau gengu bæði þegjandi og hljóðalaust. Nú voru vegamótin greinileg. Allt í einu komu þau auga á veru framundan við hægri vegarbrúnina. Veran stóð kyr eitt andartak, sneri baki við þeim og kveikti sér í sígarettu. Tómas varð öskugrár, þegar hann sá þennan mann. Hefði hann verið tíu skrefum nær, hefði hann rokið á hann, bara með hnef- unum, en það var á takmörkum, að hann hefði kjark. Svo reikaði maðurinn til hliðar inn í skóginn og hvarf þeim sýnum. Tómas sneri þegar í stað við ásamt Kat- rínu. Hún horfði á, meðan hann átti við stál- þráðinn. Það tók góða stund að leysa hann, svo vafði hann þráðinn upp og kastaði hon- um út í skurð. Þegar þau komu aftur til bif- reiðarinnar, settist Tómas við stýrið, það var ætlun hans að aka manninn niður, ef hon- um lánaðist það. Katrín skipti um gír fyrir hann, svo að hann þyrfti ekki að reyna á fótinn við að stíga á tengslin, þá kveikti hann full ljós og þaut í áttina til vegamótanna með mörg hundruð kílómetra hraða. Þau sáu hvorki tangur né tetur af þorp- aranum. Pilturinn sá ætlaði ekki að hætta lífi sínu með því að stilla sér upp fyrir fram- an bifreið, sem kom æðandi á fullri ferð, nei, hann var þarna til að drepa, en ekki til að verða drepinn. En Tómas var fullviss um það, að maðurinn myndi skýra yfirmanni sínum frá því, að flóttamennirnir hefðu yfir- 4. hluti þessarar spenn- andi framhaldssögu um ástir og baráttu við óvægan glæpalýð .... gefið höllina. Það var mikill vinningur fyrir þau. ,,Ég dáist að þér, Tómas. Þetta var sav*1 arlega góð hugmynd," sagði Katrín, meða° hún fylgdist með út um afturrúðuna. Þegar þau voru komin upp á hæðiöa’ sneri hún sér við aftur. ,,Þá erum við allri hættu,“ sagði hún. „Heldurðu, að Mar teinn komi?“ „Já, það gerir hann ábyggilega — hara hann verði nú heima, þegar við hringjuiri' „Þama er Cruise,“ sagði Katrín. ífö skulum fara til blikksmiðsins. Konan harlS var einu sinni eldabuska hjá okkur. hafa síma, það er betra að nota hann, he ,, ur en að fara inn á krána og síma þaðau' Fáeinum mínútum síðar stóðu þau í stofu blikksmiðsins. Það var tekið á móti Katrínu Valeih1^ með mikilli hjartahlýju, og Legrand, blih smiðurinn, flýtti sér að opna dyrnar inI1 verzlun sína og aðstoða þau við að finI1^ símanúmer Marteins O’Brian. Meðan Paf biðu eftir sambandinu, kom snotur, un^Uf maður inn, sem var kynntur sem náskyiu frændi, sem nýlega hefði lokið herskylh11^ „Nú ætlar hann að taka sér frí um sturl áður en hann fer að leita sér að atvinu Hann vill gjaman verða þjónn og var inn að fá vilyrði fyrir stöðu, en var sVl inn um hana.“ Síminn hringdi. 156 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.