Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1957, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.07.1957, Blaðsíða 26
hugsi. „Mér er ljóst, að þið hafið sagt mér allan sannleikann, og það er ánægja mín að vera gestur yðar.“ Katrín roðnaði af gleði. Þá bauð hún hon- um dús, og þau skáluðu fyrir tortímingu þorparanna. ,,En nú verð ég því miður að hryggja ykk- ur dálítið," sagði Marteinn og settist aftur. „Þið hafið fengið mig til að koma hingað, og ég er reiðubúinn til að gera skyldu mina. En ég hef komið með óvininn í eftirdragi, minnsta kosti til Cruise. Náungi nokkur, sem ég man greinilega eftir, að stóð í anddyri gistihússins í Rouen, þegar ég spurði eftir þér, Tómas, kom með sömu lest og ég til Cruise." Tómas starði á Martein O’Brian. Þá höfðu þau, þegar öllu var á botninn hvolft, ekki getað talið óvininum trú um, að þau hefðu yfirgefið höllina. Njósnari hafði fylgt Marteini eftir í þeirri öruggu vissu, að hann myndi fyrr eða síðar hitta vin sinn Tómas Avalon — og Formósu. Um nóttina var fárviðri, regnið buldi á gluggum hallarinnar. En morguninn eftir var himinninn aftur orðinn heiðskír og blár, sól skein í heiði, og blautur skógurinn ljómaði í öllum regnbogans litum. Það var samt sem áður ekki þess vegna sem Tómas var kominn upp í virki klukkan sjö um morguninn. Hugsunin um, að þorp- arinn hefði njósnað um þau og elt Martein, ásótti hann í svefninum. Slíkt harðfylgi sýndi betur en allt annað, hve hættulegir þessir menn voru, sem þau áttu við að etja. Tómas kenndi sjálfum sér um, hvernig komið var. Og Katrín ásakaði sig harðlega fyrir að hafa ekki varað Martein við hætt- unni. „Ég skil ekki, hvað ég hef verið að hugsa,“ sagði Tómas. „Ég gat hafa sagt mér það sjálfur, að þeir myndu gruna Martein. Bifreið minni, sem við flúðum í, þegar við komum út úr kaffihúsinu, hafði ég lagt fyrir framan gistihúsið. Það var ekkert auðveldara en að fara inn í gistihúsið og spyrjast fyrir um, hver ætti þessa bifreið. Og á meðan einn þorparanna stendur þar inni, kemur Mar- teinn og setur allt í gistihúsinu á annan end- ann með fyrirspurnum um Tómas Avalon. Og þegar hann vár hvergi að finna, hélt Marteinn aftur til Parísar, og njósnari vaf látinn fylgja honum eftir. Allt ofur einfalt. Skömmu síðar þegar Katrín og MarteinH komu upp í vígið urðu þau ásátt um að kalla á Konráð og Jósef og skýra þeim að nokkrU leyti frá sannleikanum. Konráð var síðan sendur til veitingamannsins, sem hafði einn krána í þorpinu, til þess að biðja hann um að senda dreng til hallarinnar með skilaboð, ef einhver ókunugur kæmi. Dagurinn leið, en ekki bólaði á óvinin' um. Tómas varð æ sannfærðari um, að þaU hefðu blekkt þorparana með þessum flótta sínum frá höllinni um daginn, og hann ákvað því, að verða fyrri til og færa sér í nyt hi* ágæta útsýni, sem var frá vegamótunurn. Það var ekki beinlínis ætlun hans að gera þeim fyrirsát — Shamer myndi öruggleS3 vera á verði gegn þess háttar, og þar á ofan voru þorpararnir vopnaðir. En ef þau smj11 einhvern aka fram hjá, gætu þau veitt eftn' för og það voru líkindi til þess, að þau gset^ komið þorpurunum að óvörum, því að þeir myndu beina allri athygli sinni að höllinn1 og byggjust ekki við árás að baki sér. Þetta kvöld snæddu þau tilkomumikinn kvöldverð. 1 borðsalnum var hátt til lofts og veggirIlir voru klæddir gömlum, svörtum eikarþiljurn' Á borðinu stóðu tveir fimmarma kertastjak' ar, og bjarmi þeirra endurljómaði í silfur' borðbúnaðinum, krystalnum og fagurglja' andi tréklæðningunni. Maturinn var frábser og fornlegur. Framreiddar voru valdar vin' tegundir til heiðurs gestunum. En hvað snerti Tómas, þá þurfti hann ekk' ert vín. Það var nóg fyrir hann að horfa a Katrinu. Hún var í svörtum kjol, sem f°r vel við hennar bjarta litarhátt — þegar huU sat þama í armstólnum með þessu háa bak1’ líktist hún prinsessu eða ungri, fagurrr drottningu. Hann gat ekki haft augun a henni. Hve fjarstætt það var, að þetta vserl sama unga stúlkan, sem hann hafði séð 1 félagi við glæpamannaforingjann í knsepu þeirra í Rouen. En ennþá ótrúlegra var þa^’ að hún hafði mælt til hans, Tómasar Avalon, þau blíðustu orð, sem karlmaður getur hey1^ af vömm konu. Klukkan sjö næsta morgun voru Katrin, 158 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.