Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1957, Side 28

Heimilisblaðið - 01.07.1957, Side 28
þeim í sand og ösku, fyrir að hafa skemmt gildru hans.“ ,,Ég skil ekki, hvernig svona skepnu leyf- ist að lifa,“ sagði Marteinn. „Það stafar af ótta, sem menn hafa á honum,“ sagði Katrín. „Það vildu gjarnan margir ráða hann af dögum, en . . . .“ f sömu mund flautaði Jósef tvisvar, og þau lögðust á magann og gægðust upp fyrir hæðarbrúnina. Það leið ein mínúta, þangað til þau heyrðu hávaðann í bifreiðinni. Þau gátu heyrt, að hann kom frá Cruise. Ganghljóðið varð greinilegra með hverri sekúndunni, sem leið. Áður en varði myndu þau sjá bifreiðina. Þau lágu grafkyr og ein- blíndu á veginn, þar sem bugðan var. Þetta var bifreið með sterkri vél, fannst þeim, og hún ók hratt. Nú kom hún í ljós á bugðunni. „Hún er grá,“ hvíslaði Tómas. „Og hún fer rétta veginn til hallarinnar." Hann heyrði Katrínu grípa andann á lofti. „Þetta er hún,“ sagði hún, „þetta er hún.“ Bifreiðin hvarf niður í kvos og kom aftur í ljós og stefndi á vegamótin. Rétt áður en komið var að vegamótunum, nam bifreiðin staðar. Það voru þrír menn í henni, Shamer og Júdas fóru að athuga kort, en maðurinn, sem sat í aftursætinu, starði sljór fram fyrir sig. Þetta var spennandi andartak. Þessar tvær manneskjur, sem þorpararnir voru að leita að, lágu um fimmtíu metra frá þeim og fylgdust rólega með, hvaða veg þeir myndu fara, en Shamer og Júdas duldu hins vegar ekki æsing sinn. Júdas ýtti húfunni aftur á hnakka og þurrkaði svitann af enn- inu, og Shamer sló til mýflugu, sem ásótti hann. Það var bersýnilega skammt að bíða þess, að hann missti þolinmæðina, allt í einu þreif hann kortið úr höndum Júdasar og fleygði því út um gluggann. Þá benti hann á veginn til Cardinal, Júdas ætlaði að fara að gera einhverja athugasemd, en Shamer tók duglega í lurginn á honum. Þungur á brún setti Júdas bifreiðina í gang, og hún þaut í áttina til Cardinal, allt og sumt, sem eftir var, var kortið, sem lá á veginum. Tómas og hin tvö stukku á fætur. „Af stað,“ sagði Tómas. „Marteinn, flýttu þér <5 með Jósef niður að stígnum. En í guðs basH' um verið þið varkárir, þar sem stígurin11 kemur niður á veginn. Ef þú ferð lengra’ þá láttu Jóséf bíða þar, svo að hann getl sagt okkur, hvert þú fórst.“ Hann sneri ser að Katrínu. „Við fylgjumst að, en skrepptu eftir kortinu fyrst.“ Katrín hljóp möglunarlaust milli trjánDS og sótti kortið. Þegar hún kom aftur til Tómasar, voru hin komin úr augsýn. Katrín og Tómas flýttu sér allt hvað af tók, en það var ekki fyrr en eftir tuttugu mínútur, að þau komu auga á Jósef. Hann var í einum hnipri bak vi beykitré og leit sér um öxl með fingurinn a vörunum. 15—20 metrum fyrir neðan hanu lá vegurinn til Cardinál. Tómas skildi strax, hvernig var um hnút ana búið. Gráa Merkúrbifreiðin hafði nuro1’ staðar við raufina í skógarþykknið, þar seP1 greinilega mátti sjá til hallarinnar. Tómas læddist til Jósefs með KatrínU 8 hælunum. Og nú sá hann það, sem hann hafði a^s ekki þorað að gera sér vonir um. Shamer ætlaði ekki að halda kyrru fyrir þarna, heia ur hafði hann yfirgefið bifreiðina og f®^ þjóni sínum að vera á verði. Sennilega hofúu þeir Júdas gengið niður í þorpið. Tómas sneri sér að Katrínu. „Vertu hérá9 hjá Jósef,“ hvíslaði hann. Þegar hann ætlaði að fara, greip hún 1 handlegg hans. „Tómas,“ hvíslaði húa’ „þetta er Górillan sem gætir bifreiðarinnar' Mundu, að hann ber nafn sitt með rentu- „Ég skal muna það,“ sagði Tómas. var hann, sem beyglaði fyrir mér afturbre^ id, þegar hann ætlaði að stökkva á bifrel mína fyrir utan kaffihúsið.“ Hann skreið til Marteins, sem lá í fe^u1^ nokkru neðar, örfá skref frá skógarvegú1 um. „Þegar ég kom hingað, sátu þorparai'n*1 tveir og virtu fyrir sér höllina," hvísfa Marteinn, „þeir sneru baki að mér, svo a ég gat ekki heyrt, hvað þeim fór á m1 1 Nokkru síðar reikuðu þeir niður hæðina elU^ og tveir smádrengir, sem væru að koma ^ sunnudagaskóla. Þriðji náunginn átti a bíða, þangað til þeir gæfu honum merki að koma með bifreiðina. Þarna sérðu, ba er að taka upp sjónauka.“ 160 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.