Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1957, Síða 34

Heimilisblaðið - 01.07.1957, Síða 34
1, sem ráiim Sitt af hverju fyrir húsmœður Lærið sjálfar að kúnststoppa Nú fer senn að hausta, og við förum að athuga haust- og vetrar-klæðnaðinn. Það kemur ýmislegt í ljós, sem við vorum næst- um búnar að gleyma að við ættum í fórum okkar. Þessi kjóll er sannarlega ekki eins slæmur og ég hélt. Bara að þetta ljóta sígar- ettugat væri ekki á miðju pilsinu. Eins er með nýlegu vetrarbuxurnar hans Nonna litla, sem eru rifnar á öðru hnénu. Svona mætti lengi telja. Of áberandi er að stoppa þetta á venjulegan hátt. Þetta þyrfti að kúnststoppa. Þegar við fáum gat á vandað efni, falleg- an dúk eða annað slíkt, dettur okkur strax í hug að láta kúnststoppa það, en hvernig væri að geta gert það sjálfar? Það er ein- mitt það, sem við ætlum að læra núna. Þetta verður eins konar námskeið í þremur tímum. Þið skuluð fylgjast með frá byrjun Sé lítið um inn- byggða skápa, get- ið þér auðveldlega tært yður í nyt það rúm, sem myndast i klæðaskápnum tyrir neðan karl- mannsfötin, þar má auðveldlega koma tyrir nokkrum hill- um eða skúffum, eins og myndin sýnir. Kritarstrikin á myndunum eru höfð svört, svo að þær skiljist betur. og klippa tímana út og geyma þá, þá viti® þið, hvað skal gera, þegar óhappið skeðú* 1' Fyrsti tími: Sjáið um, að efnið sé slétb pressið það, ef það hefur verið í þvotti og e’ krumpað. Leggið það á borð og látið réttuua snúa upp, gerið síðan ramma utan um ga^ með krít, þ. e. a. s. þið strikið tvö lóðrét og tvö lárétt strik með reglustiku og kr^' þannig að myndist ferhyrningur kringulfl gatið. (Sjá mynd 1). Tvö strikin eru dreglU nákvæmlega í sömu átt og þræðirnir lig^a í efninu, en hin tvö strikin hornrétt á þal1 fyrri. Takið nú afgang af sama efni, ef hann e^ ekki fyrir hendi, verðið þið að reyna a ,,stela“ frá saumi eða broti. Bótin á að ve'a um 4 cm stærri en ferhyrningurinn, sem P0 hafið gert kringum gatið. Leggið bótina y^1 teiknaða ferhyrninginn, en gætið að lat£l hana snúa rétt, svo að hún falli inn í munst ur og vefnað efnisins undir, þræðið hana síðan fasta. (Mynd 2). _(( Þetta eru byrjunaratriðin í „kúnststopP1 I næsta blaði höldum við áfram með anUa!l tíma. 166 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.