Heimilisblaðið - 01.07.1957, Page 40
„hvaða gagn er okkur að dauða hans? Abu
Sofian, er nú ekki loks kominn tími til fyrir
þig að játa, að enginn guð er til nema Guð?“
Þögnin, sem fylgir, hvílir eins og farg á
öllum. Stórir svitadropar hafa sprottið fram
á enni Abu Sofians.
Múhameð horfir lengi og fast á hann.
Augnaráð hans er þrungið dáleiðslumætti,
sem virðist ætla að brjóta mótstöðuafl Abu
Sofians á bak aftur. „Abu Sofian,“ segir
hann hægt, „þessi borg, sem við báðir ber-
um fyrir brjósti á þessu augnabliki, er fæð-
ingarborg okkar beggja. Hún mun einnig
verða fæðingarborg Islams. Ég þarf ekki
lengur að úthella einum blóðdropa hennar
vegna. Hún mun sjálf koma til mín. Hún
gerir afturhvarf, hefur þegar gert afturhvarf,
þjónar Guði og trúir á hann nú þegar ....
Ætlar þú, leiðtogi Koreischita, að yfirgefa
hana núna?“
Svipbrigði sjást nú í fyrsta sinn á andliti
Abu Sofians. Þau eru eins og endurskin frá
fjarlægu Ijósi. Augu hans verða skær og
tindrandi.
„Ég trúi,“ segir hann hægt, „að það sé
enginn guð til nema Guð, og þú, Múhameð
el Haschim, ert spámaður hans. Því þú, Mú-
hameð, hefur með rödd þinni skapað nýja
þjóð í heiminum — Arabaþjóðina . . . .“
Hjáguðinn fellur
Ógrynni hesta. Reykmekkir sjást langt að,
hvarvetna. Það blikar á sverðin. „Allah-
hrópin“ verða stöðugt öflugri:
Múhameð heldur innreið sína í Mekka.
Og borgin liggur við fætur hans. Það er
eins og hún vilji hreinsa sig af öllu bræðra-
hatri og fjandskap í einu allsherjar-sigurópi
gleðinnar.
Kaaba.
Gífurlegur mannfjöldi er saman kominn
á einum stað. Menn í herklæðum, Medina-
búar, Arabar úr eyðimörkinni, Koreischitar
með Abu Sofian í broddi fylkingar, fólk frá
úthverfunum, þrælar, þjónar, kaupmenn,
kristnir menn, Gyðingar.
Nú gengur einn maður upp steinþrepin.
Risavaxin maður. Það er ómar. — Sverðið
leiftrar í hendi hans, hin sterka sverðsegg
brýtur lásinn.
Ómar gengur inn í myrkur Kaaba, þrýfur
steindrangann rauða, ber hann út, og lyfhr
honum hátt á loft, hátt yfir höfuð sér.
Hjáguðinn Hobal mölbrotnar á steinþrep'
um helgidómsins.
„Það er enginn guð nema Guð . . . .“
Hægum skrefum, með beygt höfuð, tar 1
augum, gengur Múhameð í kringum helg1'
dóminn Kaaba.
Viðhaldið heilbrigði tannanna.
Framh. af bls. 165.
fremur ber manni að venja börnin á a^
bursta tennurnar eftir hverja máltíð.
Skynsamlegt er einnig fyrir fullorðna a
hlíta þessum ráðum. Hafi fólk heilbrigðar
tennur ber því að láta tannlækni athuga
tvisvar á ári, annars oftar.
Engri af þessum reglum er erfitt að fylgl3'
Ef þið fylgið þeim samvizkusamlega, erU
sterkar líkur tilj að þið haldið tönnum y^ar
á sínum rétta stað, nefnilega í munninu111’
en ekki í glasi á náttborðinu.
★
Hinn 87 ára ameríski húsameistari, Frank Llo>'
Wright, skýrði samstarfsmönnum sínum nýlega f1’3
stórkostlegum áformum um byggingu hæsta skýÞ
kljúfs heims, sem á að gnæfa 1600 metra
Chicago. Hann ætlar að nota kjarnorku til að knýlj!
áfram lyftuna upp í 528 hæðir. Um það bil r ,
metra niður í jörðina á undirstaða úr stáli að 113'
líkt og stólparætur ýmissa trjátegunda. Hseðira8
eiga að standa á stálgrunninum eins og tré á stofu1,
„Elskan mín, ég varð að vinna fram eftir," saf?®1
Boldt kvöld eitt, þegar hann kom mjög seint hd^
„Og þú hefur samt drukkið kampavin á meðan •
spyr konan hans ósköp blíðlega. .
„Kampavin? Hvernig ætti ég að finna upp á P
í vinnutímanum, að drekka kampavín ?“
„Jæja,“ segir frú Boldt stutt í spuna, ,>hvcr,
vegna hefurðu þá kampavinsstaup á höfðinu
staðinn fyrir hattinn þinn?“
„Hvers vegna fórst þú ekki að hlæja, þegar
sagði okkur þennan ljómandi brandara hér u .
kvöldið ?“ spyr klúbbfélagi vin sinn. „Ég skem10
mér að minnsta kosti prýðilega."
„Það gerði ég nú eiginlega líka,“ viðurkennir vl11
urinn, „ég var næstum því búinn að skella upp urj
brandarinn var svo góður. En það er nú einu sin
svo, að ég get alls ekki liðið hann Karl — og ÞeS
vegna hló ég ekki fyrr en á heimleiðinni."
172 — HEIMILISBLAÐIÐ