Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1966, Síða 4

Heimilisblaðið - 01.12.1966, Síða 4
Hin þekkta mynd franska málarans Scheffers af Móniku og Ágústín er gerð út frá þeim kafla í Játningunum, þar sem Ágústín segir frá samtal- inu við móður. sína í Ostíu, fáum dögum áður en hún andaðist. •— Dreymandi andlitssvipur þeirra beggja er í samræmi við spámannleg orð hins innfjálga samtals. vel í kappræðum. Með því gat hann orðið málfærslumaður og komizt í góða stöðu og orðið áhrifamaður í ríkinu. Sígild skáld- verk voru lesin til þess að læra af þeim þá fögru list orðsins að nota líkingar, sem hrifu áheyrendurna . . . og verk hinna sí- gildu hugsuða voru lesin til þess að geta borið andstæðingana ofurliði með rökfimi. Allt voru þetta tæki til þess að varpa yfir- skini réttar á málefnið, sem átti að verja, og afskræma hinn inálstaðinn. Og Ágústín varð duglegur orðflækju- maður. Hann hafði mikla mælskuhæfileika. Hann skaraði fram úr í skólanum. Miklar vonir voru bundnai' við hann. Foreldrar hans voru hreyknir af honum . . . þó að þróun hans legðist illa í Móniku og hún væri skelfd vegna þess, að sonur hennar fjarlægðist, í rembilæti lífsins, meir og meir kristindóminn. Sjálfur var Ágústín ungur og fullur af brennandi metnaðai'girni, hamingjusamur yfir velgengni sinni og iðnari en flestir aðrir. Hann var fríður sýnum og aðlað- andi í framkomu. Vinirnir flykktust að honum . . . og margir þessara fyrstu æsku- vina hans tengdust honum æviiangt. Efnaður ættingi, Romanianus, útvegaði peninga, svo að unnt var að senda hann til stórborgarinnar Karþagó til þess að ljúka námi . . . Þar sökk hann, ef trúa má Játningun- um, alveg til botns í svalli og sora. íbúar Karþagó hafa þá líklega verið um 700,000. Það var fjörmikil borg, þar sem menn skemmtu sér frjálslega. Þar var allt, sem einkenndi stórborgir rómverska ríkisins: Leikhús, hringleikahús, margvíslegar skemmtanir af léttara tagi, sértrúarflokk- ar, spilavíti, byltingamenn (eversores) og léttúðardrósir . . . Ágústín sökk djúpt í alla dýrðina; hann var bóndasonur, með heilbrigðar hvatir og tilhneigingar gagnvart lífinu . . . Ungu stúdentarnir lifðu skemmtilegu lífi. Dreng- urinn frá Tagaste vildi ekki standa hin- um að baki. Fríðleiki hans, skaplyndi hans, fyndni hans olii því, að hann var tekinn fram yfir aðra, og það vóg á móti því, að hann gat ekki leyft sér mikil útgjöld. Var hann þá spillt ungmenni ? Það virð- ist þrátt fyrir allt ekki hafa verið, að voru áliti. Einnig í því efni segja Játningarnar það gagnstæða við það, sem þær eru að leitast við. Það eru ekki miklar yfirsjónir> sem hann hefur gert sig sekan urn. Góðu áhrifin að heiman hafa sett í huga hans takmörk, sem mátti ekki fara yfir. Hann fer í leikhús og á skemmtanir, hann not- ar mælsku sína til þess að rangsnúa rétt- inum (þó aldrei saklausum í óhag!) og hann er kvenhollur . . . En hann skrökvar um síðasta atriðið til þess að upphefja sjálfan sig gagnvart félögum sínum. Því að í raun og veru hafði hann fundið konu, sem hann var trúr . • ; samkvæmt því sem hann viðurkennir 1 Játningunum. Hann eignaðist með henni son, sem kallaður var Adeodatus (þ- e- gefinn af Guði). Þá var Ágústín 18 ára. Þegar hann var 19 ára, kom fyrir hann atburður, sem olli skyndilegri byltingu 1 lífi hans. Hann les ,,Hortensius“ eftir Ciceró. Og er hann var að lesa, var eins og augu hans opnuðust, og heimurinn varð honum sem nýr. Ágústín verður fyrir margvíslegri °% H E I M I L I S B L A Ð I p 224

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.