Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1966, Qupperneq 7

Heimilisblaðið - 01.12.1966, Qupperneq 7
arinnar og réttlátt endurgjald . . . Það voru eilíf sannindi í hans augum. Það var sjálfur grundvöllur vitundar hans. Hann fékk stöðu sem prófessor í mælsku- list í Mílanó. Hópur tryggra vina hans fluttist þangað með honum. Og Mónika kom og bjó með þeim. Hann dróst nær og nær kristindómin- Uni • . . Hann hafði yfirgefið Manikeana, efahyggjumaður varð hann aldrei. En það var erfitt að komast til botns 1 spurningunum, sem hann var að glíma við: Hvernig var eðli Guðs? Hver er or- sök hins illa? . . . Ekkert illt lögmál getur sett Guði skorður. Hann fór í kirkju og hlustaði á hinn ftukla kennimann, Ambrósíus biskup. — Hann vildi hlusta á ræðuna vegna form- fegurðar hennar, en hann hreifst af inni- haldi hennar . . . Það var eins og hann v*ri gagntekinn af hitasótt. Ef hann ætti að verða kristinn, varð ^ann að stíga skrefið til fulls. En hann kveiknaði sér undan efanum og kröfum ^einlætastefnunnar að slíta sambandi við allt veraldlegt líf. Honum fannst hann &eta afsalað sér auðæfum og heiðri, en konunni .. . Hin ólögmæta kona hans var send aftur til Afríku, og hún lofaði að taka sér aldrei annan eiginmann. En kröfur kirkjunnar átti að uppfylla a þann hátt, að Mónika útvegaði unga, auðuga brúði, sem hann átti að giftast á iögmætan hátt í dyggð og siðsemi. . En því miður var unga stúlkan tveim ^um of ung. Og Ágústín gat ekki beðið, þangað til hún næði lögskipuðum lág- ^arksaldri. Hann tók sér aðra ástmey í stað þeirrar, sem fór burt . . . Hann blygð- aðist sín fyrir veikleika sinn, en hann gat ekki hætt við það. ,,Ekki enn!“ sagði ann- — „Ekki strax, ekki strax, leyf mér að bíða enn um stund!“ Heimspekin og trúarbrögðin eru eitt. — _ gustín og vinir hans eru gagnteknir af lll8a á heimspekináminu, sem jafnframt er trúarleg ástríða. gerðist það, sem telja verður hin , lkiu umskipti í lífi Ágústíns. Meðal alls Þoss merkilega, sem hann fékk að reyna, er þetta efalaust hið mikilvægasta: Hann fer að lesa nýplatónsk rit, sem þýdd höfðu verið á latínu, hrífst af þeim og sekkur sér niður í þau. Hér kom svarið við gátunum miklu um Guð og hið illa. Hér var svarið: Guð er andi. Og alit, sem til er, er út- geislun frá Guði. Heirnurinn er stigaröð niður frá Guði, lengra og lengra niður, þangað til vér komumst að lokum í hinn líkamlega heim. Guð er æðsta veran, æðsti sannleikurinn og gæzkan. Því meir sem vér f jarlægjumst hann, eru hlutirnir óraun- verulegri, miður sannir, miður góðir. „Vandamálið um hið illa“ er leyst. Vér getum ekki fundið neitt illt meðal þess skapaða. Þegar vér álítum vissa hluti illa, er það aðeins vegna þess, að vér skipum þeim ekki á sinn rétta stað í stigaröðinni. Allt sem er, er gott. Hið illa er alls ekki til. Allt streymir út frá Guði. Og allt lað- ast að Guði. Vér getum lyft oss upp í áttina til hans með því að gera oss and- lega, sökkva oss niður í oss sjálfa og hverfa burt frá munúð og margbreyti- leika, heim og upp til einingarinnar . . . Hin guðdómlega reynsla hefst með því að sökkva sér niður í sjálfan sig, og hún endar með því, að maður lítur Guð, hið eina, í svip. Þetta kom til Ágústíns eins og heit víma. Og eftir þessa reynslu var hann gjörbreytt- ur . . . Hann var ekki framar efahyggju- maður, heldur trúaður vitandi vits. Áður var hann fullur óróleika, „uppfrá þessu var friðinum úthellt í sál hans.“ „Enginn gat framar svipt hann því, sem hann hafði reynt, og enginn hnekkt því; því að það var ekki hugsun heldur reynsla“. Síðasti tindurinn, er hann var að tileinka sér kenningu Platóninga. Þarna hafði hann öðlazt vissu, sem bilaði ekki. Og hann byggði heildarskoðun sína á þessum grund- velli. . . Platónismanum var þó áfátt að einu leyti, hann gat aðeins leitt mann til að líta Guð í einstökum andrám . . . En tak- markið hlaut að vera að eiga Guð algjör- lega og um aldur og ævi. Því hét kristindómurinn. Það tryggði ilisblaðið 227

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.