Heimilisblaðið - 01.12.1966, Qupperneq 9
a umsátri Vandala um bæinn stóð, þann
28. ágúst 430.
Ágústín hélt, einnig í elli sinni, áfram
að vera hinn elskulegasti og geðþekkasti
Biaður, mikilmennið . . . unglingurinn, sem
horfir tárvotum augum á hinn fagra heim,
en hugsjónin í hjarta, rödd Guðs sjálfs,
laðar upp til hæða með valdi, í sársauka
°g gleði.
Hann var umkringdur vinum sínum alla
ævi. Hugur hans var of auðugur og hlýr
fyrir einveruna . . .
Hann lifði fátæklega og sparsamlega — '
Segir einn borðnauta hans, Possidius, er
siðar varð biskup. — Venjulega voru mál-
tíðirnar grænmeti og ávextir; stundum
tengum við einnig kjöt, með tilliti til gesta
°g sjúklinga. Sett var lítil vínflaska við
sæti hvers og eins, þó að Ágústín hrósi
algjörri bindindisemi á vín í bók sinni um
Venjur kaþólsku kirkjunnar. En sérhver
tékk aðeins takmarkaðan skammt; við ein-
hverjar yfirsjónir — t. d. blótsyrði — var
lann tekinn frá okkur.
En það var stórmannlegur blær á sam-
kvæminu. Ágústín vildi láta nota silfur-
skeiðar við súpuna, og honum féll ekki
í geð, að nokkur kæmi hirðuleysislega
klæddur.
Allt baktal var bannfært. Á borðplötuna
var festur seðill, þar sem letrað var: „Sá,
sem hefur mætur á að tala illa um þá, sem
fjarverandi eru, skal vita það, að honum
leyfist ekki að sitja við þetta borð.“
Ágústín var óvenju fríður maður og að-
laðandi að ytra útliti. Andlitssvipur hans
var friðsæll og vingjarnlegur. Augu hans
ljómuðu af innri friði og hamingju. Varir
hans voru venjulega hálflokaðar, eins og
hann væri ávallt reiðubúinn til þess að
brosa eða mæla ástúðleg orð. Hann var
beinvaxinn án þess að vera reigingslegur
og gat hneigt sig án þess að verða smjað-
urslegur. Possidius komst að raun um, að
þótt bækur hans væru ágætar, var ekki
unnt að bera ávinninginn við að lesa þær
saman við það, sem maður öðlast við að
hlusta á hann í kirkjunni eða umgangast
hann sjálfan.
Enska kvikmyndaleikkonan
ndry Dennis notar engin
egurðarmeðöl, ekki heldur
Jostahaldara eða mjaðma-
j h, því að hún er svo eðlis-
_ gur- Þessir eiginleikar henn-
hl °pnuðu henni leiðina í
AUtverk í nýjustu kvikmynd
xrfj”or-Burton „Wo’s afraid of
Vir
gmia Wolf?‘
Nýlega varð kvikmyndaleik-
konan Merle Oberon 55 óra,
en hún hefur þó útlit fyrir að
vera yngri. Henni bárst mik-
ið af gjöfum og blómum á af-
mælisdaginn. Eftir nokkurra
ára hvíld frá leiklistarstörfum
leikur hún nú í nýrri kvik-
mynd, sem hefur hlotið nafnið
„Hótel“.
Til kvikmyndahátíðarinnar i
Taormina á Sikiley á ítalíu
hópuðust fegurðardísir kvik-
myndanna. Þarna situr ítalska
kvikmyndaleikkonan Sandra
Milo á baðströndinni í Taor-
mina, ánægð á svipinn, enda
fékk hún lof fyrir sin hlut-
verk í kvikmyndum á hátið-
inni.
H E I M I L I S B L A Ð I Ð
229