Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 13
Eude Laridelle! Evelyn var nánast hand- viss um, að hann var ekki afbrotamaður. Kveneðli hennar og tilfinning sögðu henni það. En hvers vegna var myndin af honum í blaðinu ? Örsnöggt skiptust á gleði- og hryggðar- tilfinningar í brjósti ungu stúlkunnar; von °g ótti. Hún sá fyrir sér hvar Laridelle hafði fleYgt sér til sunds til þess að bjarga ein- hverjum frá drukknun. Hún sá ekið yfir hann, og hvar hann lá eftir hryllilega iemstraður. Hún sá honum fagnað inni- lega af leikhúsgestum, þar sem fólkið kast- a^i til hans aragrúa af blómum . . . Og hún sá hann liggja deyjandi eftir að flug- Velin hans hafði hrapað. Það sem kvaldi hana mest af öllu var það að sjá hann fynr sér nábleikan, liggjandi í blóði sínu fyrir fótum kvenmanns sem hélt á skamm- hyssu í hendi . . . Feitvaxni heldri maður- inn var nú búinn að lesa nóg í blaðinu, braut það saman og stakk því í vasann. En Evelyn litla, sem annars var einkar einiin og óframfærin, rétti nú fram hönd- Jna í áttina að þessum ókunna manni, brosti dauft og spurði svo lágt að varla heyrðist: >,Má ég fá að líta í dagblaðið yðar andar- alí? Það er dálítið sem mig langar til að sjá.“ >,Með ánægju, ungfrú,“ svaraði hann. „Þér megið gjarnan eiga blaðið, því að ég er búinn að lesa það.“ Evelyn tók við blaðinu, stamaði upp þakklætisorðum og las með ákefð það sem þar gaf að líta á tilteknum stað undir myndinni: „Eg undirritaður, Eude Clodomir Lari- delle, votta hér m,eð, að ég hef frá fimm- tánda aldursári pjáðst mjög af fíla'pensum í andliti og um allan líkamann. Allir, sem hafa umgengizt mig, hafa haft ýmugust á mér af pessum sökum, og svo á nótt sem degi klæjaði mig um allan skrokkinn. Fyrir tveim árum ráðlagði lœknir mér að nota Vernochets-áburðinn. Árangurinn er alveg einstakur! — Við fyrstu notkun hvarf kláðinn. — Við annan áburðinn hurfu fílapensarnir, og eftir að ég hafði borið á mig í priðja sinn var hörund mitt jafn áferðarfagurt og hugsazt gat. Full- kominn bati átti sér stað eftir að ég not- aði áburð úr aðeins prem krukkum af Au- guste Vérnochets-áburði. Verðið er aðeins tuttugu og fjórir frankar.“ Æ, þannig hafði hún aldrei ímyndað sér hetjuna sína! I gremju sinni vöðlaði unga stúlkan blaðinu saman og henti því í götuna um leið og hún steig út úr sporvagninum . . . Vindurinn hrifsaði það og feykti því brott . . . ásamt framtíðardraumi Evelynar. Þrem vikum eftir gekk hún að eiga Re- tondu gjaldkera; og það var alveg rétt hjá henni. Enda þótt búið sé að útrýma bólusótt í Evrópu. stingur hún stundum upp kollinum á meg- inlandinu >með farþegum frá Austurlöndum. Þess vegna er alltaf hafður viðbúnaður í Evrópu til að mæta hættunni. I Bonn notar hjúkrunarliðið slíkan búning, við hjúkrun bólusóttarsjúklinga. Búningur- inn er úr plasti og létt að hreinsa hann. Hefur mamma gleymt mér, eða er svona sein afgreiðsla í búðinni? Ég get ekki beðið lengi i svona veðri. ILISBLAÐIÐ 233

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.