Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1966, Side 14

Heimilisblaðið - 01.12.1966, Side 14
SÍÐASTA KVEÐJAN Píslarvættissaga frá 2. öld. Það var kvöld. Sólin varpaði síðustu geislum sínum yfir landareign Sulpieiusar öldungaráðsmanns niðri við Tíberfljótið. Hún líktist lítilli Paradís í gullnu skini sólarlagsins. Og það hafði hún líka verið þeim, öldungaráðsmanninum og ungu kon- unni hans, Kládíu. Þau höfðu búið þar í þrjú ár; ekkert ský hafði myrkvað himin þeirra þann tíma. En nú var skýið komið, skyndilega og óvænt, eins og óveður á heiðskírum sumardegi. Þrælarnir stóðu í smáhópum niðri í garð- inum og hvísluðust á. Ein af ambáttunum kom við og við í ljós innan frá húsinu. En þeir sögðu ekki eitt orð, en gengu þögulir og kyrrlátir hver fiam hjá öðrum eins og skuggar. Hvað hafði komið fyrir? Da- maris, sólargeislinn í húsinu, sem alltaf var reiðubúin til þess að kinka vingjarn- lega kolli, jafnvel til lítilmótlegasta þræls, hafði um morguninn verið handtekin af sveinum borgarstjórans og flutt í fangelsi í Róm. Hvers vegna? Ja, um það var mismun- andi orðrómur á sveimi. Hún átti að hafa smánað keisarann, tekið þátt í pólitísku samsæri, spottað guðina, — einn sagði þetta, annar hitt. Enginn á staðnum vissi, hvað að var nema Sulpicius og Kládía. Damaris var kristin. Hún var bernskuvin- kona Kládíu og hafði búið hjá þeim undan- farið ár. En nú hafði hún verið kærð í Róm fyrir að vera kristin. Og Sulpicius og kona hans vissu fullvel, hvað það þýddi undir stjórn Markúsar Árelíusar. 1 aug- um þess keisara þýddi það, að játast sér- trúarflokki hinna kristnu, það sama og að eiga dauðann vísan. Kládía var því full af kvíða út af örlög- um vinkonu sinnar. Sulpicius var inni í Róm. Hún beið þess í ofvæni, að hann kæmi aftur. Þá kæmu áreiðanlegar fréttir af því, hvað orðið hefði af vinkonu hennar. En hve biðtíminn var langur! Hún fleygði sér grátandi niður á legubekkinn: ,,Ó, Da- maris, hvers vegna fórstu ekki að ráðum okkar! Við vissum, að hjátrú þín mundi að lokum steypa þér í ógæfu!“ Sulpicius kom inn. Hún spratt á fætur. „Hvernig er það með hana?“ kallaði hún til hans, „er ekkert útlit fyrir, að hún verði látin laus?“ „Nei, því miður! Hún viðurkenndi, að hún væri kristin við yfirheyrsluna í morg- un.“ „Og á hún að deyja þess vegna?“ „Já, þess vegna. Þú veizt, að keisarinn er miskunnarlaus og strangur á því sviði.“ „En ef hún afturkallaði játningu sína?“ Sulpicius þagði stundarkorn. ,,Ja,“ svar- aði hann loks, „þá væri henni borgið. En það gerir hún aldrei. Ég þekki þá- kristnu allt of vel til þess. Þeir halda fast við þennan Nazarea af furðulegri ástríðu. — Þeir láta heldur lífið en afneita honum- Það er auðveldara að koma sólinni af braut sinni en að fá Damaris ofan af þess- ari hjátrú sinni!“ „Ég er hrædd um, að þú hafir rétt fyrir þér,“ svaraði kona. hans hægt. ,,0g þó get ég ekki verið henni reið þess vegna. Það er eitthvað stórfenglegt við þessa hrifn- ingu hennar á þessum krossfesta Kristi hennar. Og þegar ég hugsa mér þennan Nazarea, sem hún hefur oft lýst fyrir mér, með föla andlitið, með þyrnikórónuna, — hvernig hann á krossinum bað fyrir óvin- um sínum, — ég get vel skilið, hvernig áhangendur hans gátu álitið hann vera Guðs son og látið pynta sig og krossfesta fyrir hann. Ég get . . .“ „Kládía, Kládía!“ greip Sulpicius skelk- aður fram í fyrir henni. „Hefur þú einnig látið afvegaleiðast?" 234 H E I MILI S B L A Ð I Ð

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.