Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1966, Page 22

Heimilisblaðið - 01.12.1966, Page 22
ítalska kvikmyndaleikkonan Sandra Milo hefur að undan- förnu verið I Bandaríkjunum til að þjálfa sig í ensku, áður en hún byrjaði að leika í bandarískri kvikmynd. Hárskeri í París hefur útbúið þessa hárkollu, sem hægt er að nota eins og hatt. Þessi kartafla er frá hinu sól- ríka Suður-Frakklandi og er af stofninum Salanum tuber- osum. Hinn 27. maí árið 1936 hóf enska 81.000 tonna risaskipið „Queen Marry“ fyrstu ferð sína yfir Atlantshafið, en hættir þeim nú um áramótin, því að þá á að rífa það niður. Aðal- framkvæmdastjóri Cunard- skipafélagsins ætlaði upphaf- lega að iáta skipiö heita „Queen Vietoria“. — Skömmu áður en skipinu var gefið nafn var hann á veiðum með Ge- orgi V. konungi og spurði hann þá, hvort hann hefði nokkuð á móti því að skipið yrði skírt nafni mestu og fræg- ustu drottningar Englands. En konungur svaraði mjög hrif- inn: „Þetta er mesta lof, sem konan mín hefur nokkurn tíma fengið.“ — Og svo var skipið látið heita „Queen Mary“, og svo féll það í hlut- verk drottningarinnar að skíra það. Við höfum oft heyrt minnzt á Ben Barka-máiið i fréttum frá Frakklandi, en hann hvarf á dularfullan hátt. — Myndin er-tekin af konu hans í réttar- salnum, Rikku Ben Barka. Þetta er geimfarahanzki, og sérstaklega ætlaður þeim, sem fara út úr geimfarinu. — I lófa hanzkans er púði, gerður úr miiljónum nylonkorna, en geimförin eru þakin að utan moð sama efni. En þegar þessi efni snerta hvort annað, loða þau saman, svo að geimfarinn hefur handfestu á geimfarinu, þegar hann leggur lófann á það. 242 H E I M I LI S B L A Ð I Ð

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.