Heimilisblaðið - 01.12.1966, Page 28
sinnum leyfi til að hugsa dálítið um sjálfa
sig. En sjálf veit ég það varla lengur. Ég
hef svo lengi haft móður og systkini til að
hugsa um, að ég er búin að gleyma því að
vera eigingjörn. Hitt get ég aftur á móti
staðhæft, að þegar maður er fæddur og
settur á ranga hillu í lífinu, þá þráir mað-
ur innilega að komast á þá réttu. Þetta
þekkið þér ekki, því að þér eruð fæddur og
upp alinn sólskinsmeginn."
„Spurningin er aðeins sú, hvort mig
langi nokkuð til að komast aftur á það
sem þér kallið rétta hillu,“ svaraði hann.
,,Og spurningin fyrir mig er sú, hvort
ég óski þess, að þér komizt á hana. Það er
það kaldhæðnislega við allt sarnan," sagði
hún. ,,Að sjálfsögðu ætti ég að ráða yður
til að flýta yður að komast þangað. En
geri ég það ?“
„Eigið þér við, að ég ætti raunverulega
að taka tilboði Brandts?“
„Ættuð og ættuð. Það er ekki spurning
um, hvað þér ættuð að gera. En það er
spurning um framtið og lífshamingju. —
Skammarleg spurning. — Æ, hefur maður
ekki leyfi til að láta hjarta sitt ráða í að-
eins eitt skipti ?“ hálfhrópaði hún.
„Ég skil ekki, við hvað þér eigið.“
„Nei, það skiljið þér víst áreiðanlega
ekki. Ég er bara eins og hver önnur flökku-
stúlka, sem þér hafið tekið upp af göt-
unni. í þeim heimi, sem þér heyrið til, er
ég tæplega álitin mennsk vera. Flutninga-
verkamaður er sennilega ekki álitinn það
heldur. Við erum varla meira en persónur
í skáldsögum."
„Það er svo erfitt fyiir mig að taka
ákvörðun mína,“ sagði Ogden Pieter. „Því
ég hugsa bæði til Footsy og ömmu hans —
og — og — og til yðar.“
„Hugsið þér til okkar? Skiptum við yfir-
leitt nokkru máli fyrir yður?“
„Mjög miklu máli,“ svaraði Ogden
Pieter.
Hún þagði við, kinkaði síðan kolli hugsi.
„Það er kannski rangt af mér að hugsa
þannig,“ sagði hún, „en í þetta eina sinn
ætla ég að standa með Peggy Fogarty, —
en hún vill ógjarna, að þér hverfið aftur
til þess hóps, sem þér komuð frá. Ef ég
fengi að ráða, þá ættuð þér ekki að láta
þennan herra Brandt hringja til föður síns
út af yður.“
„Því ekki það?“
„Þér munuð aldrei geta gizkað á réttu
ástæðuna, en ég get allavega komið með
aðra ástæðu."
„Segið mér, hvers vegna þér viljið að ég
sé hér kyrr. Það er skoðun yöar sem ég vil
fá að heyra,“ sagði hann ákafur.
„Þér eigið að vera hér kyrr vegna þess,
að hér eruð þér sannur maður, en ekki
eitthvert nafn og heimilisfang; vegna þess
að hér vinnið þér fyrir daglegu brauði
yðar, en látið yður ekki nægja að taka við
peningum sem yður eru hálfvegis gefnir;
vegna þess að það sem þér komið í verk
hérna, það er gert í krafti yðar sjálfs, yðar
eigin hæfileika; og það sem þér græðið og
framkvæmið er yðar eigið, en ekki eitt-
hvað sem yður hefur verið fært á silfur-
fati.“
„Þetta eru allt góðar og gildar ástæð-
ur,“ sagði hann.
„Vegna þess að þér komuð hingað sem
flækingur án eyris í vasanum, en eruð nú
meðeigandi í heiðarlegu fyrirtæki, sem þér
hafið eflt á örfáum vikum. Þar sem þér
áður voi uð, höfðuð þér rétt til að lifa eins
og þér gerðuð vegna þess að þé'r voruð
borinn til auðs. Hérna, þar sem þér eruð
orðinn vinsæll meðal þeirra sem eru ein-
hvers virði, hafið þér rétt til að vera vegna
þess hvernig þér sjálfur hafið reynzt.“
„Gott og vel,“ sagði hann.
„Og þér eigið að vera hér kyrr áfram,
sökum þess að þér hafið byrjað á verki,
en aðeins ómerkingur hleypur í burtu fra
hálfnuðu starfi. Og vegna þess að þér eruð
maður til að framkvæma verkið. Þér hafið
hlutverki að gegna hér í Lenox, og þótt
ekki sé nema að vera duglegur flutninga-
verkamaður, þá er það margfalt meira
virði en að geta boðið til fjölmenns sam-
kvæmis í næturklúbbi í New York. Vegna
alls þessa verðið þér að vera hér áfram
og halda áfram því sem þér hafið byrjað
á. Þetta eru nokkrar af þeim ástæðum, sem
ég hef fyrir afstöðu minni til málsins."
„En eru þær fleiri?“
„Það er að minnsta kosti ein til.“
„Hver er hún?“
248
HEIMILISBLAÐlP