Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1966, Síða 29

Heimilisblaðið - 01.12.1966, Síða 29
„Hún er mjög persónuleg,“ sagði stúlkan, „og hún kemur yður ekki við fyrr en þér hafið leyfi til að spyrja mig um hana.“ „Hvenær hlotnast mér leyfi til þess ?“ „Þegar — eða öllu heldur e/ sú stund rennur upp, þá þarf ég ekki að vekja at- hygli yðar á því; það yrði dagur ofar öll- um öðrum dögum.“ Hann fylgdi henni inn í ganginn þar sem skemmtikraftarnir höfðu aðsetur, síð- an fór hann sjálfur inn um aðaldyrnar. — Hann fékk sér sæti við borð, til þess að híða eftir Brandt. Stundarfjórðungi síðar gekk vinur hans inn í salinn. ,,Jæja?“ sagði Brandt óðara. „Á ég þá að síma?“ „Ekki í kvöld,“ svaraði Ogden Pieter. „Því ekki í kvöld?“ „Hvora ákvörðunina sem ég tek,“ svar- aði Ogden Pieter, ,,þá get ég ekki farið héðan fyrr en í fyrsta lagi eftir fjórtán óaga.“ „Hvers vegna ekki ?“ „Vegna skuldbindingar,“ svaraði Ogden Pieter. „Ég hef tekið að mér verkefni, sem eg verð að sjá um að ljúka við fyrst. Þeg- ar því er aflokið, get ég farið að hugsa tt'álið aftur.“ „Hvers konar verkefni er það?“ „Það er flutningur fyrir hótel.“ „Og hvað færðu mikið í aðra hönd?“ „Ekki lítið,“ svaraði Ogden Pieter. „En það eru ekki peningarnir, sem mestu máli skipta.“ „Heldur hvað?“ „Að sýna og sanna, að verkið geti tekizt.“ „Og hvað á ég svo að gera á meðan?“ „Þú skalt láta allt kyrrt liggja,“ svar- aði Ogden Pieter. „Gleymdu því ekki, að eg treysti á það, að þú segir engum neitt. Ekki orð. Farðu aftur til New York, og Þegar ég hef tekið ákvörðun mína, skal ég Setja mig í samband við þig.“ Hrandt leit á hann forvitinn. „Það er eitthvað dularfulit við þetta,“ sagði hann. »Eitthvað er á seyði. Ég hef gaman af því að vera nálægur, þar sem eitthvað gerist. % held ég verði hér um kyrrt og sjái hvað setur.“ „Þú munt ekki sjá annað en þrældóm og aftur þrældóm,“ svaraði Ogden Pieter. „En þú myndir líka verða hissa ef þú kæmist að raun um, hve spennandi einnig það get- ur orðið stundum.“ Footsy var önnum kafinn við undirbún- inginn að flutningi hótel Lenox. — Kvöld eitt tilkynnti hann við matborðið, að hann hefði samið um leigu átta flutningabíla á ýmsum stöðum í bænum og nágrenni. Auglýsingastjóri hótelsins hefur birt klausu í blöðunum í kvöld um flutninginn. „Þetta kemur til með að vekja athygli og verða auglýsing fyrir okkur,“ sagði Ogden Pieter. Footsy ræskti sig. „Það ætti nú ekki að gera mikið veður út af þessu,“ sagði hann. „Það væri sama og að láta óvininn vita fyrir fram um það, hvar maður ætlaði að slá hann næst.“ „Hálfur ágóði okkar af þessari fram- kvæmd er fólginn í auglýsingagildi hennar fyrir okkur,“ sagði Ogden Pieter. „Vel má það vera,“ sagði Footsy. „Það vegur kannski upp á móti föllnum og særð- um?“ „Hvað meinið þér?“ „Haldið þér að ACME muni leyfa okk- ur að framkvæma verkið í friði?“ spurði Footsy. „Haldið þér, að ekki verði reynt að hindra okkur?“ Dyrabjallan hringdi. Footsy stóð á fæt- ur og opnaði. Andartaki síðar kom hann inn aftur ásamt Nelson Bronson frá ACME. Bronson stóð glottandi frammi við dyrnar. „Gott kvöld, Nelson,“ sagði amman, rétt eins og hún væri að heilsa nágranna. „Gott kvöld. Ég er kominn til að ræða við ykkur um þetta starf fyrir hótelið, — starf sem þið hafið hnuplað frá okkur,“ sagði Bronson. „Það var svo sem vel af sér vikið, og það verður máski góð aug- lýsing fyrir ykkur — ef þið getið fram- kvæmt verkið.“ „Það er ekki spurning hvort við getum það, heldur hvenœr,“ svaraði Ogden Pieter. „Það yrði mikið áfall fyrir ACME,“ sagði Bronson. „Ég hef gert áætlun varð- andi þetta verkefni, ítarlega áætlun. Ykk- 11 EI M I LI S B L A Ð I Ð 249

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.