Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 32
Pieter, „nefnilega það, að lögreglan myndi neita mér um vernd þá sem mér ber.“ „Maður heyrir svo margt,“ gegndi Holts- man áhugalaust. Hann stakk hendinni nið- ur í vestisvasann eftir nýrri tóbakstölu, leit á Ogden Pieter og deplaði augum. „Þér eruð aðkomumaður í bænum, eða hvað?“ „Tiltölulega nýkominn.“ „Þér ættuð að hafa eyrun opin svona víðast hvar,“ sagði Holtsman. „Við hvað eigið þér með því?“ „Ekkert sérstakt. En það er svo algengt, að ókunnugir þekkja ekki inn á hlutina. En að sjálfsögðu opnast eyru yðar og augu smám saman. Það endar alltaf með því, að augu manna opnast fyrr eða síða,r.“ „Fyrir hverju opnast augu þeirra?“ spurði Ogden Pieter. „Meðal annars því,“ svaraði Holtsman, „hvaða samböndum menn eigi að leggja sig eftir, og hver sambönd eða fyrir- tæki menn eigi að halda sig f jarri og láta afskiptalaus. — Einnig, hverja er hyggi- legt að troða um tær og hverja ekki.“ „Ég get sem sagt ekki gert ráð fyrir vernd lögreglunnar ?“ „Þér getið gert ráð fyrir henni rétt eins og hver annar borgari bæjarins,“ sagði Holtsman. „Hvorki fremur né síður.“ „Ég gæti hugsað mér,“ sagði þá Ogden Pieter, „að Lenox þarfnaðist nýs lögreglu- stjóra.“ „Þér gætuð víst áreiðanlega fengið marga til að samþykkja það,“ svaraði Holtsman. „En ég hef leyfi til að sitja kyrr þar sem ég nú sit.“ „Verið þér sælir,“ mælti Ogden Pieter þykkjuþungt. „Já, verið þér sælir,“ svaraði Holtsman. XII. ÖTÍÐINDIN DYNJA YFIR Ogden Pieter stöðvaði flutningabílinn og virti fyrir sér byggingu, sem vissi út að iárnbrautarteinunum. Hún var til leigu. Þetta var þriggja hæða hús, steinsteypt. Á framhlið þess var stórt skilti með til- kynningu þess efnis, að húsið væri annað hvort til sölu eða leigu, og sk^/ldu menn snúa sér til Þjóðbankans í Lenox varðandi málið. Húsið leit út eins og það hefði aldrei verið notað til neins. Ogden Pieter var á leið heim í mat, en tók nýja ákvörðun. Hann ók inn í bæinn, fann heppilegt bifreiðarstæði og hélt síð- an áfram fótgangandi í Þjóðbanka Lenox- bæjar. Þar gekk hann inn og spurði við afgreiðsluborðið, hvort hann gæti náð tali af bankastjóranum. „Má ég fá nafnið yðar?“ spurði ungi af- greiðslumaðurinn. „Og hvert er erindið?" „Nafn mitt er Peter Van, hjá fyrirtæk- inu Mertz og Van.“ „Og hvað óskið þér að tala um við Good- rich bankastjóra ?“ „Um leigu á húsbyggingu," svaraði Og- den Pieter. „Þá skuluð þér tala við hr. Town í fast- eignadeildinni." „Ekki í þessu tilfelli," sagði Ogden Piet- er. „Ég verð skilyrðislaust að fá að tala við hæstráðanda.” Ungi maðurinn leit upp, forvitinn á svip. og spurði: „Er það fyrirtækið yðar, sem hefur tekið að sér að flytja Hótel Lenox á einni nóttu?“ „Já, satt er það,“ svaraði Ogden Pieter. „Ég skal athuga, hvort hr. Goodrich getur tekið á móti yður,“ sagði ungi mað- urinn. Hann gekk burtu, og Ogden Pieter sagði við sjálfan sig: „Það borgar sig að vera auglýstur. Ef ekkert hefði staðið um okk- ur í blöðunum, hefði mér verið vísað frá. En nú get ég ef til vill fengið áheyrn hjá sjálfum bankastjóranum. Við sjáum til.“ Ungi maðurinn kom aftur. „Giörið svo vel og komið með mér. Þessa leið.“ Ogden Pieter gekk með honum. — Hr. Goodrich kinkaði vingjarnlega kolli til Og- den Pieter og virti hann fyrir sér með greindarlegum svip. „Það er ekki svo lítið verkefni, sem þér hafið tekið að vður,“ sagði hann. „Getið þér framkvæmt það?“ „Það höldum við,“ svaraði Ogden Pieter. „IJver hefur fundið upp á þessu? Br þetta auglýsingaaðferð af hálfu hótels- ins?“ 252 H E I M I L I S B L A Ð I Ð

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.