Heimilisblaðið - 01.12.1966, Síða 34
ar, ef fyrirtækið heppnaðist. Nú skal ég
gera yður tilboð, herra Van. Sjáið um
flutninginn á Hótel Lenox milli klukkan
tólf á miðnætti og átta, að morgni, eins
og þér hafið lofað, og komíð svo aftur
hingað upp til mín. Þá skal ég leggja mála-
leitan yðar fyrir bankastjórnina. Ég get
með nokkru öryggi sagt, að þá væri allt
útlit fyrir, að allt gengi yður að óskum.“
„Það er ekki nema sanngjarnt, það sem
þér setjið að skilyrði,“ svaraði Ogden Piet-
er. „Og það er líka allt og sumt, sem við
förum fram á. Kærar þakkir, herra banka-
stjóri.“
Goodrich reis á fætur og rétti honum
höndina. „Heill og hamingja. Ég fylgist
með yður af sönnun áhuga.“
Ogden Pieter gekk út að flutningavagn-
inum og settist uppí og beið eftir aðstoð-
armanni sínum, sem auðsjáanlega hafði
skroppið burtu til að fá sér öldrykk í stað
þess matar, sem varð að bíða. Á meðan
hann sat þarna hugsaði hann: Hvers vegna
gerði ég nú þetta? Kannski verð ég hér
ekki lengur en þangað til búið er að flytja
hótelið. Kannski hef ég þá ákveðið að
hverfa aftur til New York og verða vara-
forstjóri eins eða annars fyrirtækis . . .
En nú hef ég þess í stað bundið mig um
langan tíma. Hvers vegna lét ég eftir mér
að hugsa um þessa vörugeymslu?
En svo hugsaði hann áfram: Ég hef
reyndar ekki bundið mig neitt. Þetta var
aðeins uppástunga. Má vera, að bankinn
samþykki hana alls ekki. Og má vera, að
okkur takist alls ekki að flytja hótelið á
einni nóttu. — Það er svo margt sem get-
ur gerzt. Ég get aðeins látið sem ekkert
sé. — Það er enginn sem getur heldur
þvingað mig til að ganga á fund hr. Good-
rich aftur. Ég get látið sem ekkert sé.
En innst inni var honum ljóst, að hann
myndi ekki geta látið eins og ekkert hefði
gerzt. Það var eitthvað innra með honum
sem veitti honum ekki leyfi til að gefast
upp, þegar hann var einu sinni farinn af
stað. Það var einhver stöðugleiki í honum
sjálfum, sem hann réði ekki við; einhver
þrjózka. Hann fékk þá undarlegu tilfinn-
ingu, að hann væri ekki herra yfir eigin
örlögum, heldur væri honum stjórnað af
einhverju annarlegu valdi . . .
Þegar hann kom heim, sá hann að Foot-
sy var í mjög góðu skapi — það var i
fyrsta skipti síðan þeir höfðu minnzt a
hótelflutninginn.
„Ég er búinn að tryggja okkur átta
flutningavagna," sagði Footsy, „og þeir
eru í eigu öruggra manna. Þeir koma hing-
að í tæka tíð og fá fyrirmæli um það, hvað
þeir eiga að gera. Ég hef skipulagt allt
með sjálfum mér. Ég leyfi mér að segja.
að það getur gengið með miklum hraða; ef
enginn svíkur, verður hægt að framkvæma
allt samkvæmt ýtrustu áætlun. Og ég hef
það á tilfinningunni, að allt muni heppn-
ast.“
„í dag er mánudagur. Flutningurinn á
að eiga sér stað á föstudaginn — föstu-
dagsnóttina klukkan tólf,“ sagði Ogden
Pieter.
Hann hafði ákveðið að segja ekkert við
Footsy eða ömmu hans um hugmyndina
að vöruskemmunni. Hann hafði ákveðið
að varpa henni frá sér, ef hann mögulega
gæti. „Ég verð ánægður, þegar kominn er
laugardagsmorgun,“ sagði hann við sjálf-
an sig, og síðan við ömmuna.
„Ef allt hefur þá gengið vel,“ svaraði
amman á sinn rólega og nærfærna hátt.
„Ég er allavega staðráðinn í, að það
verði,“ sagði Footsy glaðlega. „Og það skal
verða.“
Síminn hringdi. Footsy svaraði.
„Já, það er Mertz . . . Sæll vertu, .Take
Cowles. Hvað er þér á höndum, Jake? Ég
býst við flutningabílunum þínum tveim
hingað á föstudagskvöldið klukkan átta.
Það varð þögn. „Það geturðu ekki. Nei-
Þú getur ekki dregið þig í hlé og brugð-
izt mér. Þú lagðir við drengskaD þinn-
Önnur þögn. „Hver hefur haft í hótunum
við þig? — Þú óttast að bílarnir bínir
verði eyðilagðir fyrir þér. Hver ætti að
evðileggja þá? — Og óttastu, að menn
þínir slasist? Ég vona, að þeir séu ekki
búnir til úr sykri. Heyrðu mig nú, .Tnke.
þú hefur leigt mér flutningabílana bína-
og þeir verða að vera hér í tæka tíð . • •
FRAMHALD.
254
heimilisblaðiÐ