Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1966, Side 40

Heimilisblaðið - 01.12.1966, Side 40
Kalla og Palla finnst það ekkert gera til, þótt rigni, þvi að þeir eru vel við því búnir. Kalli er með stóra regnhlif, en Palli er í regnkápu og með sjóhatt. En öðru máli gegnir með slönguna. Hún er svo löng, að hún getur hvergi fundið sér skjól og getur heldur ekkert fundið tii að breiða yfir sig. — „Það er nú verra, þá færð þú kvef“, sagði Kalli fullur samúðar, „við verðum að finna upp á einhverju, Palli! “ — Þeir ná í tvö löng rör, sem þeir setja saraan. Og nú getur slangan skriðið í skjól undan rigningunni. „Þetta er fallega gert af ykkur, Kalli og Palli,“ segir slangan glaðlega, „nú kvefast ég ábyggilega ekki!“ í dag er þetta þvottadagur hjá Kalla og Palla, og Kalli verður að vinna grófasta verkið í þetta sinn, því að Palli nennir engu nema að leika sér. Kalli er því úrillur og ekki batnar skap hans, þegar Matti héri, skjaldbakan og Palli koma þjót- andi inn í þvottahúsið í eltingaleik og velta um stóra þvottabalanum. Þau verða auðvitað hold- vot, en Kalli vorkennir þeim það ekki. „Þetta áttuð þið sannarlega skilið," þrumar hann geðvonzku- lega, „nú er líka réttast að hengja ykkur upp þerris með þvottinum. Þá getur maður kannske fengið að vera í friði við vinnu sína fyrir ykkur!

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.