Heimilisblaðið - 01.12.1971, Page 2
I Danmörku er nýlega byrjað
að framleiða og selja eggja-
lengjur, 20 cm. langar og 44
mm. í þvermál og 300 gr. að
þ.yngd, sem á að vera sama
magn og 6 meðalstór egg.
Lengjurnar eru harðsoðnar og
því létt að skera þær niður.
<—
Háhyrniiigurinn er gráðugt rán-
dýr og ræðst oft á stóra hvali,
en þessi á m.yndinni er í sæ-
dýrasafninu í Cannes og er
taminn svo vel að stúlkan get-
ur leikið sér við hann.
Marie-Claude Beaumont er
frönsk kappaksturskona og er
þarna að kynna nýútkomna bók
eftir sig, sem hún nefnir: „Bíl-
stjóri og kona“.
Vél þessi er framleidd í Banda-
rikjunum og er ætluð til að
hreinsa alls ko.iar drasl, sem
safnast á vegköntum. I Wash-
ingtonborg er reiknað með að
hreinsunarkostnaðurinn lækki
um 40 prósent.
Þarna sjáum við framan í nýj-
ustu frönsku rafmagnshraðlest-
ina (Turbotog), sem Brakkar
eru óðum að fjölga vegna góðr-
ar reynslu af þeim. Vélin er
5110 liestöfl og hámarkshraði
lestarinnar er 300 km. á klst.
HEIMILISBLAÐIÐ
l;emur út annan livern niánuð, tvö blöð saman, 44
bls. Verð árgangsins er kr. 125,00. 1 lausasölu kost.-
ar livert blað kr. 35,00. Gjalddagi er 5. júní. Utan-
áskrift: Heimilisblaðið, Bergstaðastræti 27. Póst-
hólf 304. Sími 10448. — Prentsmiðja Baldurs Jóns
.sonar, Bergstaðastræti 27.
ORÐSENDING
Kaupendur eru beð'nir afsökunar á þeim
drœtti, sem orðið hefur á útkomu þessa
Uaðs, en hann stafar af verkfalli prentara.