Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1971, Qupperneq 5

Heimilisblaðið - 01.12.1971, Qupperneq 5
w* JólíThule Hvernig eru jólin lialdin hátíðleg í liinni eilífu nótt gramlenzka vetr- arins •— í tjöldum Eskimóa í heimskautshéruðunum, í kofunum á litlu bólsiöðunum við strendurnar og meðfram jaðri óbyggðarinnar? Rithöfundurinn Axel Beck, sem starfað hefur árum saman sem lceknir í héruðunum Thule og TJpernavik, segir frá jólunum á Grœnlandi, eins og hann hefur lifað þau. Jólin standa alveg fram að páskum, segj- um við í Danmörku, en á Grænlandi væri hæfilegt að segja, að jólin hefjist um páska- leytið — að minnsta kosti mjög norðarlega, þar sem vegalengdir eru miklar, sambandið við unilieiminn af skornum skammti, og þar sem yfirleitt verður að hugsa langt fram í tímann til þess að ná því, sem keppt er að. Hvenær enda þau svo, jólin kæru ? A stað einum á jarðarhnettinum, þar sem borgarísjakarnir fljóta eins og skrauthlið og voldugar hallarrústir í nánd og eins og litlir sykurmolar langt úti, þar sem upp- landsísinn liggur eins og voldugur, þrúg- andi hnefi yfir mestum hluta þurrlendisins, og þar sem menn hafa snjó fyrir augum meiri liluta ársins, finnst mönnum stund- um, að jólin taki aldrei enda. Að minnsta kosti er jólablærinn aðeins rofinn þær fáu vikur, sem vatn er í ánni, og snjólausu blett- irnir þiðna í tíu sentimetra dýpt til þess að veita vaxtarskilyrði draumsóley, dúfu- jurt, fífu og öðrum þeim fáu jurtategund- um, sem finnast svona langt norður frá. Bn fólkið ? Með fram hinni 5—600 km löngu strönd Thule-héraðsins búa um þrjú hundruð manns á litlum bólstöðum með tveim—þrem húsum, á tjaldstæðum, þar sem eitt eða tvö tjöld eru reist eitt vor, eða í sjálfum „höfuðstaðnum“, Thule, sem var fluttur fyrir nokkrum árum frá gamla staðnum í miðju héraðinu vegna amerísku flughafnarinnar. Það var þar, sem Knud Rasmussen stofnaði hina fyrstu verzlunar- stöð sína, í skjóli við Thulefjallið. Nú stend- ur Thule á indælum stað sólarmegin í hin- um langa Kangerdlugsuak-firði. Staðurinn hét áður Kranak. Þetta fáa fólk, á þessari löngu strand- lengju, eru hinir eiginlegu heimskauts-Eski- móar, heimskauts-hálendingarnir, eins og enskir hvalveiðimenn kölluðu þá á sínum tíma. Þeir eru einn kynstofn, má segja, en sé manni að einhverju leyti kunnugt ætt- erni þéirra, verður það ljóst, að þeir eru miklu fremur ein stór fjölskylda. Það er það, sem veldur því, að það er eins og þeir sýni miklu meiri samheldni, miklu meiri tillitssemi hver til annars, meiri hjálpsemi en venjulegt er annars staðar á jörðinni. Nú, jæja, ef til vill veldur náttúran, hinar löngu sleðaslóðir, einmanaleikinn, stundum tilfinningin af að vera yfirgefnir hér í óbyggðinni, einhverju þar um. Bn tími eins og jólin einkennist sérstaklega af fjölskyldu- tilfinningunni, af samkenndinni, af þessu, að vera aðeis svolítill hópur manna í óend- anlega stóru landi íss og myrkurs. Jólin í Thule er tími hinna miklu samfunda, hinna mestu á árinu, og þá þarf að undirbúa vel, ef allt á að takast vel til. Það eru margir munnar að metta, ekki aðeins börn og fullorðnir með mikla matar- græðgi eftir margra daga og nátta ferð í kulda, heldur einnig þeir, sem allt veltur á, hinir dásamlegu Eskimóahundar, beztu dráttardýr í heimi. Það eru þrír hundar í héraðinu á hvern mann, sem maður hittir, og þegar maður veit, að hver þeirra getur dregið 25—50 kíló á eftir sér á sleðanum og farið 100 km á dag, dögum saman, eftir að hafa fengið einu sinni mat á kvöldin, þá er auðskiklið, að það verður að vera hægt að bera vel á borð fyrir hundaeykin, þegar þau komast loks á áfangastað í jóla- matinn. Nei, það er ekki hægt að byrja of snemma á jólaundirbúningnum. HEIMILISBLAÐIÐ 225

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.