Heimilisblaðið - 01.12.1971, Page 7
í sinn húðkeip, velja sér dýr, róa eins nærri
og þeir þora, skutla, snúa við og láta dýrið,
með skutulsoddinn í sér á kafi fyrir innan
þykka húðina, draga fanglínuna og fang-
blöðruna með sér. Síðan er það verkefni
hátsmannsins að komast í skotfæri, drepa
hið hættulega dýr, draga það inn og flytja
það til næsta lendingarstaðar. Þar er fláð,
aflanum skipt í jafnmarga bita og menn eru
á bátnum, þó þannig, að hausinn með geysi-
stóru höggtönnunum fellur í hlut mannsms,
sem skutlaði, eða ef fleiri iiafa skotið skutl-
um í dýrið, þess, sem skutlaði næst hausn-
um. Gömul regla gefur sjúkrahúsinu sér-
stakan hlut. Það var hlutverk mitt að gæta
þess aflahlutar, ég, sem fór hvorki í húð-
keip né gat hitt með skutli, gat þó útlilutað
kaffi og tóbaki.
Þegar myrkrið dettur á, er varpað akk-
erum fyrir nóttina. Flegnir rostungarnir
eru dregnir, biti eftir bita, í kjötgryfjur og
huldir steinum. Þá er jólunum borgið. En
það má ekki tæpar standa, því að þegar
rostungaveiðinni er lokið, er myrkurstím-
inn kominn. Það er meira að segja of dinnnt
til þess að fara á rjúpnaveiðar. Menn haf-
ast við inni og búa sig undir stórhátíð árs-
ins, fjölskyldusamfundina, umskipti myrk-
urstímans.
I sjtikrahúsinu eru börnin önnum káfin.
Þau eiga að klippa jólaskraut. I húsunum
á fullorðna fólkið annríkt. Það er að útbúa
jólagjafir. Hafi menn ekki vitað það áður,
fá þeir að vita það nú: hér er enginn, sem
skilja má út undan, liversu smá og lítilmót-
leg sem gjöfin kann að vera. Einn daginn
er tilkynnt, að ísinn sé orðinn þéttur. Það
er unnt að aka inn í fjörðinn og sækja
grænt jólaskraut eða aka út í eyjarnar, til
kjötgryfjanna og sækja jólamat!
Með skröltandi sleðum og hlæjandi sleða-
ökumönnum kemur hvert hlassið eftir ann-
að af stórum, frosnum kjötstykkjum til ból-
staðarins. Sjúkrahúsið fær einnig aflahluti
sína flutta heim, bali er settur við eldavél-
ma. Nú á að þíða kjöt, ferskt kjöt handa
sjúklingunum, sem hafa allt of lengi orðið
að láta sér nægja viðurværi hvíta manns-
ins: graut, brauð og dósamat.
Með ísalögunum hefjast löngu samtölin
um það, hverjir muni koma í ár, að norðan
eða sunnan, og hvað þeir muni hafa með
HEIMILISBLAÐIÐ
sér. Undirbúningnum miðar áfram, jafnt og
þétt. Einn daginn hefur sjúkrahúsið rétt
til ölbruggunartækja nýlendunnar. Malt og
humall eru sótt í búðina, liver ketillinn eftir
annan með ís í er settur yfir eldavélina til
þess að bræða og sjóða. Nú skal búið til öl
eftir liinum gömlu uppskriftum Grænlands
með því að brúna sykur á pönnmmi og láta
hunang út í — og svo á helzt að bíða með
að opna flöskurnar, þangað til ölið hefur
staðið í hálfan mánuð.
Bökunaruppskriftirnar eru líka teknar
fram. Litlu barnahendurnar eru ýmist full-
ar af pappírsskrauti, lími eða deigi. Það er
gaman að vera hjúkrunarkona á þessum
tíma. Hún þarf ekki að koma sjúklingum
sínum af stað við neitt annað en að undir-
búa jólin. Jafnvel eftir háttatíma má heyra,
að það eru jólin ein, sem litlu heimskauts
Eskimóarnir eru að hugsa um. Þeir æfa sig
í jólasöng sínum með mjóum og svolítið
drafandi röddum. Hver getur fengið af sér
að segja, að kominn sé háttatími, svafntími
og tími til þess að slökkva ljósin? Við vit-
um um nokkra þeirra, að ævi þeirra mun
aðeins vara um stutt árabil.
Er dagur, er nótt? Er þetta draumur,
eða er þetta vaka? Það er erfitt að átta sig
á því, þegar hundarnir fyrir utan fara
skyndilega að ýlfra eins og úlfar, sitjandi
á afturlöppunum og með trýnið upp í loft-
ið. Einn bjT’jar og rekur upp langt og ámát-
legt ýlfur. Hinir koma á eftir. Allur hunda-
hópurinn ýlfrar, eins og allt væri ákaflega
sorglegt. Hljóðið kemur hundaeyki nágrann-
ans á afturlappirnar. Ylfursamsöngurinn
berst frá húsi til húss, frá dönsku húsunum
til Eskimóahúsanna langt uppi í þorpinu.
Börnin eru vakandi inni í sjúkrastofun-
um. Þau hvísla: „Krimusit, krimusit —
sleðar! Það eru að koma sleðar!“
Fyrstu jólagestirnir eru að korna. Við för-
um í kamikkur og bjarnarskinnsbuxur,
kveikjum ljós, kyeikjum upp í eldstæðinu.
Sleðar, sleðar! Það eru að koma gestir!
Svona, nú lieyrist í aðkomuhundunum ut-
an frá ísnum. Hundar okkar reka upp enn
sterkara ýlfur, þegar þeir fá svar utan frá.
Hróp ökumannanna, svipusmellirnir heyr-
ast, og nú kemur fyrsti sleðinn í ljós upp
fyrir ísbrúnina með dynk.
Hundarnir draga fólkið og sleðana upp
227