Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 8
að hiisunum á brunandi ferð. Þar stöndum við hinir með hendurnar á kafi í vösunum og tökum á móti hlæjandi jólagestunum. „Sainak! Sainak! sunne ih!“ hrópum við til þeirra. „Gleði, livílík gleði að hitta fólk!“ Það er hin forna kveðja heimskauts- Eskimóa. Þetta voru fyrstu gestirnir. Hvenær koma hinir næstu? Dag eftir dag — eða eigum við heldur að segja nótt eftir nótt — koma þeir brunandi upp frá hafísnum, niður eft- ir sleðabrautinni frá upplandsísnum, allir í sama dásamlega ferðaskapinu. Hvert hundaeykið á eftir öðru er spennt frá og fóðrað, hvert sleðahlassið eftir annað er tæmt af fólki og ferðanesti, selskrokkar, rost- ungahreyfar, góðgæti svo sem litlir pokar með sækóngasultu, niðursoðin náhvelishúð, mattak, eins og það er kallað, þurrkað lival- kjöt, nýveitt heilagfiski frá lúðumiðunum við Salve-eyna, bjarnarkjöt að norðan og margt fleira. An nokkurrar fyrirfram gerðr- ar áætlunar er liundum og fólki skipt nið- ur, þar sem hjartarúm, húshlýja og hunda- fóður er að fá. Svo eru jólin allt í einu komin. Þau höfðu lengi verið undirbúin, og þeirra liafði lengi verið beðið, og þó komu þau á óvart! Það var guðsþjónusta síðdegis. Fallega kirkjan í Thule, með altarismynd Ernst Hansens af Jessú sitjandi á Thulefjallinu með tvö Eskimóabörn, er troðfull af hátíð- arklæddu og syngjandi fólki. Á eftir koma allir til sjúkrahússins. Það er hefð. Flestir eiga þar ættingja, og allir hafa svolitla gjöf meðferðis — pakka með sinaþræði, bjarn- arskinnshút til þess að hæta með buxur, bapiasvipu eða vettlinga. Það er enginn endir á hugsunarsemi þeirra, gjafmildi þeirra. Yið, hinir fáu Danir, hljótum að líta á hvern annan. Við höfðum haldið, að fallega jólatrð okkar með öllu skrautinu, kramarliúsin, brjóstsykurinn, góða, dökka ölbruggið okkar og kaffi sjúkrahússins væri nóg. Nei, nú verðum við sannarlega að róta svolítið upp í jólahugkvæmni okkar. Allt sem við eigum til af vasaklútum, vindlum, tóbaksdósum, fallegum litlum handklæðum og allt sem við eigum til vara, er tínt til, og því er vafið inn í umbúðir í flýti og fengið gestunum í hendur. Við, sem héldum, að við værum góðir gestgjafar, verðum allt í einu meðlimir Jiessarar stóru fjölskyldu, kynþætti Thule-Eskimóa. Bros, söngur, hátíðablær — og þó, er ekki eins og fáeinir gestanna að sunnan séu ekki jafn- glaðir og aðrir? En þeir geta átt sína einka- sorgir, hugsa ég. Þá fyrst, er allir eru um það bil að fara, fæ ég skýringu á vandamálinu. Það er ekki til meira öl, kaffið er drukkið upp, öllum smágjöfmium iithlutað. Það er kominn tími til þess að kveðja og að hver fari til sinn- ar einkajólahátíðar. Síðastur þeirra, sem ætlar að kveðja og þakka fyrir sig, er Jes. „Olína er veik“, segir hann. Olína er fyrrverandi aðstoðarstúlka okk- ar í sjúkrahúsinu. „Hún eignaðist barn í nóvember. Hún er veik í brjóstinu — hún hefur enga mjólk“. Það leikur enginn vafi á alvörunni. Olína er veik, barnið er að því komið að deyja. Eg verð að tala við góða vin minn, Hans, Hans Nielsen nýlendustjórann, um það. Hans vissi um þetta, og hann hafði þegar spurzt fyrir um það, hver gæti hugsað sér að aka með lækninum. Eg var sjálfur reiðu- búinn til þess að fara ferðina til baka og annar ungur veiðimaður, Avatak, sömu- leiðis. Eg hafði fengið nóg umhugsunarefni, áður en ég komst til baka til míns eigin jólahalds með konu minni og litlu drengjunum okk- ar tveim. Jólagæsin stóð á borðinu — litli gæsarunginn, sem ég hafði sjálfur veitt í sumar ásamt nokkrum Eskimóadrengjum. Börnunum var raðað umhverfis litla borðið með kerti í stjökum og með heimatilbúið tré — rjúpnalaufsjólatré í miðju. „Eg verð að fara“, segi ég. „Þó ekki strax?“ svarar konan mín, „horðaðu svolítið áður.“ Svo töluðum við ekki meira um það. Hér norður frá kallar fólk ekki lækninn á vett- vang að nauðsynjalausu, og sé læknirinn læknir, þá fer hann, þegar hann er kallaður. Jólin okkar urðu góð, með börn og jóla- kerti, snjó og ísalög fyrir utan, danskan mat og grænlenzkar gjafir. Konan mín fékk nýjar refaskinnsbuxur og ég fékk prjónaða húfu ásamt vettlingum með hvolpaskinni í, og báðir drengirnir voru útbúnir eins og þeir væru prmsar af Thule, með bjarnar- 228 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.