Heimilisblaðið - 01.12.1971, Qupperneq 10
langtímum saman og segjum ekki neitt,
hlustum aðeins á liratt fótatak hundanna á
harðfenninu.
Hve langt höfum við farið? Eg veit það
ekki. Eg sit samanhnipraður í loðkápu
minni, en liinir tveir ágætu Eskimóar stanza
til þess að greiða sundur akstursólarnar.
Þeir hafa orðið ásáttir um að skjótast nið-
ur til lítils hólstaðar á leiðinni, sem heitir
Sukat. Það þýðir hússtólpinn. Kralersak
— Naflinn — á hús sitt þar. Við erum allir
of gegnkaldir til þess að geta ekið í einni
lotu, eins og við höfðum vonað. í skafrenn-
ingi og á harðahlaupum er nú ekið niður
eftir jöklinum, með fram hliðarjökulöld-
unni. Síðan inn í grjóturðirnar til þess að
hrapa ekki út yfir bratta jökulbrúnina. Enn
tökum við tvo hlaupaspretti í viðbót, og þá
erum við komnir.
Skyndimáltíð, draumlaus svefn í svefn-
poka í hlýju húsinu, svo verðum við að
halda áfram. Það eru jól, og barnslíf er í
húfi!
Annar sólarliringur. Við erum í Kap
York.
Jes stöðvar sleðann okkar fyrir neðan hús-
in, lætur smella tvisvar í svipunni eins og
til þess að gefa til kynna, að gestir séu
komnir, en enginn kemur út til þess að taka
á móti okkur.
„Við erum sjálfsagt ekki sérlega velkomn-
ir,“ segir hann hlæjandi við mig, sem þekki
ekki til fullnustu kurteisisvenjur Eskimóa.
En ég er of óþolinmóður til þess að bíða
eftir því, að einhver bjóði mér inn í hús,
of óþolinmóður og of kaldur. Ég skreiðist
út af sleðanum og haltra inn í hús Gíde-
ons, þar sem Ólínu hafði verið komið fyrir,
að því er sagt var. Nú verða hundaökumenn-
irnir að sjá um það sjálfir að spenna frá,
höggva hundafóðrið og fóðra liundana. Ég
á annríkt.
En húsið virðist vera mannlaust. Það er
einnig hálfdimmt inni í því.
Nei, þarna situr amma Ólínu, Helena
gamla, og er að skara mosakveik spiklamp-
ans. Langt inni á setubekknum, innan um
tuskubögla, dúnsængur og skinn liggur Ól-
ína sjálf.
„Merkrat?“ segi ég. „Barnið?“
Iíelena brosir til mín. „Það lifir!“
Ég fer úr loðkápunni. Jes kemur með
læknakassann minn, Helena með þvottavatn.
Ég lít á Ólínu. Það er ígerð í brjóstunum.
Það verður að skera í þau þegar í stað.
Ólína hefur áður verið aðstoðarstúlka í
sjúkrahúsinu, svo áð hún þekkir ýmisleg
lælmisfræðileg hugtök. Þegar ég spyr hana,
hvort liún vilji sofa — það er að segja fá
svæfingu — svarar hún stras játandi. En
enginn þeirra, sem viðstaddir eru, þarir að
hjálpa mér. Rostungaveiðimennirnir tveir,
sem ég hef séð koma fram með miklu hug-
rekki í veigalitlu húðkeipmium sínum, með
skutul á lofti, á móti dýi-um, sem liefðu,
eins og eklcert væri, getað ráðizt á þá —
já, rekið þá sjálfa í gegn með stóru högg-
tönnunum sínum — þeir snúa sér tmdan,
þegar lælcnirinn stingur litla hnífnum sín-
um í brjóst ungu stúlkunnar.
Gröfturinn vellur út. Grysju íbleyttri í
klóramínvatni, er troðið inn, og bæði brjóst-
in eru bmidm vel upp með léraftsræmum.
Ólína vaknar, midrandi yfir því, að hún
skuli hafa sofið svona vel.
Svo var það barnið. Ilelena finnur það.
Brjóstumkennanleg sjón, lirukkótt og liungr-
að, en lifandi!
„Ég hef með mér þurrmjólk, Helena!“
Það lifnar yfir gömlu konunni. Já, en
þá getur hún séð um barnið — ef ég ann-
ast um Ólínu ,
Það sýður í pottinum. Það er bjarnar-
kjöt í húsinu. Sonur Helenu, Gídeon, hefur
veitt björn fyrir skömmu. Hann er úti að
setja upp refagildrur og kemur ekki heim
fyrr en líður á nóttina. Eða er það dagur?
Það getur verið erfitt að átta sig á tíman-
um, bæði á sumrin, þegar sólin fer hring
sinn, og um jólaleytið, þegar myrkrið grúf-
ir yfir, sólarhring eftir sólarhring.
Allir hafa magana fulla af lieitum mat
og allir eru í jólaskapi, og við ræðum
vandamálið: Hvað eigum við að gera við
Ólínu?
Gídeon kemur inn með miklum gaura-
gangi. Yið höfum að vísu heyrt liundana
hans gelta að okkar hundum, en hann kem-
ur okkur samt að óvörum. Hann hefur nýtt
refakjöt meðferðis. Potturinn er settur yfir
enn einu sinni. Það er hægt að borða ósköp-
in öll í kuldanum — og á jólunum! Refa-
kjöt er ekki versta kjötið, sem hægt er að fá.
Gídeon hefur lausn. Jes getur fengið lán-
230
HEIMILISBLAÐIÐ