Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1971, Side 16

Heimilisblaðið - 01.12.1971, Side 16
Stjörnufræðingar hennar endurbættu róm- verska dagatalið og mynduðu það, sem okk- ar tímatal er byggt á. Cæsar lét setja líkii- eski af henni í nýtt musteri til heiðurs Yeu- us, og hann lét slá mynt, þar sem Yenus og Eros voru mótuð sem Klópatra með Cæs- arion í örmum sér. Vald Cæsars virtist vera takmarkalaust. En skyndilega, 20 mánuðum eftir að Kleópatra kom til Róm, var Júlíus Cæsar myrtur — 15. marz árið 44 f. Kr. Var Kleópatra yfii-buguð af sorg? Eng- inn veit það. Eftir mánuð sigldi hún heim til Egyptalands. Sagnritarar hafa ekkert að segja um næstu þrjú ár af valdatíma henn- ar nema það, að þátttakendurnir í þeirri valdabaráttu, sem steypti Róm að nýju út í borgarastyrjöld, leituðu hjálpar hjá lienni. Það var greniilega pólitík hennar að bíða átekta til þess að sjá, hver yrði eftirmaður Cæsars. Þegar Markkús Atonius hafði fest sig í sessi sem valdamesti maður Austurlanda, skipaði hann Kleópötru að koma til sín í litla bænum Tarsus í Litlu-Asíu. Hún virti skipun hans að vettugi um stund. En svo lagði hún af stað með ljómandi flota, sem fermdur var þrælum, hestum, gulli og gim- steinum. Þegar hún kom til Tarsus, gekk hún ekki í land með auðmýkt, heldur varp- aði akkerum fyrir utan. Þegar hún hafði með kænsku lokkað Markús Antonius til þess að vera gestur sinn, sýndi hún honum ljómandi sjón: silfurblaða-árar skipsins hreyfðust í takt við hljóðfæraslátt frá flautum og hörpum, ydislegustu ambáttir léku sér uppi í reiðanum klæddar sem dísir og þokkagyðjur, en indæll, framandi ilmur barst frá reykelsiskerum. Ivleópatra hvíldi undir gullsaumuðu sólsegli klædd eins og Venus, og drengir, sem áttu að tákna ástar- engla, veifuðu blævængjum yfir henni. Þegar veizlunni var lokið, gerði Kleópatra gest sinn frá sér numinn með gjöfum: gull- diskunum, sem hann hafði matazt af, skraut- legum gullbikurum, liinum skrautlega hvílu- bekk, sem hann hafði legið á, með tilheyr- andi ísaumuðum ábreiðum og hægindum. Kvöldið eftir efndi luin aftur til veizlu fyr- ir Antonius og liðsforingja hans, og þegar þeir fóru burt, gaf hún hverjum gesti dýr- mætar gjafir. Tilgangur hennar var engan veginn sá að ginna Antonius. Hún ætlaði aðeins að láta hin takmarkalausu auðæfi Egyptalands ganga í augun á honum og sýna honum með því, að landið væri ómet- anlegt í bandalagi. Þrem mánuðum síðar kom Antonius til Alexandríu, og þar hafði hann vetrarsetu. Hann fór burt um vorið, liálfu ári áður en Kleópatra ól tvíbura þeirra, og sá liana ekki aftur fyrr en nær því fjórum árum seinna. A tímabilinu þar á milli tryggði Kleópatra varnir lands sís, jók flotann og safnaði gulli og birgðum. Antonius vonaðist til þess að geta aukið völd sín í Austurlöndum og bað hana um að hitta sig í Sýrlandi. Lagði hún þá af stað, fastákveðin í að selja hjálp sína dýru verði. Hún kom á samkomulagi, sem aflaði Egyptalandi aftur hinna víðáttu- miklu landsvæða, sem faróarnii’ höfðu átt 14 öldum áður, en voru nú rómverslt skatt- lönd. Antonius samþykkti einnig, að þau gengju í löglegt hjónaband, og í tilefni af því var slegin mynt með andlitsmyndum þeirra beggja. 33 ára gömul lagði hrin nú upp ásamt Antoniusi til þess að herja á Persa, en við Evfrat var herförinni lokið af hennar hálfu. Hún var aftur þunguð. Barnið kom í heim- inn um haustið, og sama vetur barst örvænt- ingar- og neyðaróp frá Antoniusi: Her hans hafði beðið ósigur, og hinum hryggilegu leif- um hersins hafði með naumindum tekizt að komast til sýrlenzku strandarinnar. Kleó- patra kom lionum til hjálpar með peninga, vistir og vopn. Árið eftir, 35 fyrir Krist, varð hún að beita allri fortölulist sinni til þess að fá Antoníus til þess að hætta við nýja herför á móti Persum, því að dómgreind þans hafði sljóvgazt vegna margra ára drykkjuskapar. Hún sá, að liinn raunverulegi óvinur jieirra var Octavíanus, frændi Cæsars og aðalerf- ingi, sem drottnaði yfir vestara ríkinu frá Róm, og hún þrábað Antonius að beina öll- um kröftum sínum að því að steypa honum af stóli. Árið 32 f. Kr. knúði hiui fram styrjöld á hendur Oetavíanusi með því að telja Antoníus á að taka tvö úrslitaskref: Hann skyldi skilja formlega við eiginkonu sína, hina fögru systur Octavíanusar, og flytja hersveitir frá Litlu-Asíu til Orikk- lands. Kleópatra stóð nú á hátindi veldis síns: Konungar hinna nálægari Austurlanda 236 HEIMILI8BLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.