Heimilisblaðið - 01.12.1971, Síða 18
Sjaldgæfir gripir eru verðmætir
Tómstiindaiðja milljónamæringa er að
safna sjaldséðum gripum, og með eftirsókn
sinni í sjaldgæfar myndir, frímerki, bækur,
gimsteina o. s. frv. hafa þeir valdið því, að
verðið hefur hækkað upp úr öllu valdi, svo
að fólk, sem er ekki eins velefnað, getur
ekki keppt við þá. En vissa liluti er ekki
unnt að kaupa fyrir stórar upphæðir, blátt
áfram af því að eigendur þeirra vilja eiga
þá. —
Hvert er dýrasta málverkið? Ekki Mona
Lisa, ekki heldur Sixtinska Madonna, eftir
Eafael, heldur annað máiverk Rafaels, þ. e.
Madonna Alba. Það hangir í Þjóðarmál-
verkasafninu í Washington og er án efa
mesti fjársjóður safnsins. Andrew Mellon,
fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkj-
keypti myndina fyrir hvorki meira né
minna en 1.180.000 dollara eða yfir liundr-
að milljón krónur — hæsta verð, sem liing-
að til hefur verið greitt fyrir málverk.
Plestir liafa heyrt og lesið um Mauritius-
frímerkið fræga. En verðmætasta frímerki
í heimi er 1 sents merki frá Brezku Guay-
ana. Það er frá árinu 1856, og talið er, að
aðeins eitt eintak sé til af því. Eftir fyrri
heimsstyrjöldina lenti það á uppboði í póst-
safni Berlínar. Allir mestu frímerkjasafn-
ararnir eða fulltrúar þeirra sátu í salnurn,
og boðin liækkuðu geipilega á skammri
stundu. Að lokum stóð baráttan milli
þriggja manna, sem höfðu allir peninga eins
og sand: Georgs konungs fimmta í Eng-
landi, ameríska tóbakskóngsins Burros og
landa hans frímerkjasafnarans Hinds. Ge-
org konungur taldi sig öruggan sigurvegara
með því að bjóða 30.000 dollara. En Hinds
bauð 37.000 dollara og hafði litla pappírs-
miðann á brott með sér yfir Atlantshafið.
Eftir andlát Hinds seldi ekkja hans frí-
merkið fyrir 45.0000 dollara.
Er Gutenberg-biblían dýrasta bók í
heimi? Nei! Eða þá útgáfan af leikritum
Shakespeares með eiginhandaráritun skálds-
ins? Aftur rangt! í fyrsta sæti er sálma-
bók frá árinu 1457, og eru aðeins til af
lienni tvö eintök í öllum heiminum, — ann-
að er í Þjóðarbókasafni Austurríkis, liitt
er í Manehester. Bókin er metin á að
minnsta kosti hálfa milljón dollara.
Sorglegri forsögu safírbláa Hope-demants-
ins hefur oft verið lýst. Gimsteinninn virð-
ist aðeins hafa fært hinum ýmsu eigendum
sínum ógæfu. Hann vegur 44,5 karöt og er
frá Indlandi kominn. María Antoinette, hin
ógæfusama drottning Frakklands, bar liann
á leiðinni til liöggstokksins. Síðan livarf
steinninn og var lengi álitinn týndur, þang-
að til hann kom allt í einu fram hjá enska
bankamanninum Hope. Ilann lét hann ekki
liggja ýkja lengi í geymsluhólfi sínu, hann
skartaði brátt á leikkonunni Yohe, sem son-
ur hans kvæntist. Ogæfugimsteinninn var
með í fyrstu og síðustu ferð Titanies, en
honum var bjargað, og er liann nú í eigu
ameríska skartgripakaupmannsins Winstons.
Sagt er um þennan auðjöfur, að liann eigi
dýrmætustu gimsteina í heimi, að undan-
skildu gimsteinasafni brezku krúnunnar.
Winston keypti Hope-demantinn ásamt öðr-
um skrautlegum gimsteini, Stjörnu Austur-
landa, sem vegur 100 karöt. Verð saman-
lagt: 1,5 milljón dollarar!
Einn af mestu fjársjóðum heimsins er
hinn frægi Antiokkíu-bikar úr drifnu silfri
og ríkulega skreyttur gimsteinum. Ilann
stendur nú í Metropolitan-safninu í New
York og er talinn vera frá tímabilinu milli
1. og 6. aldar eftir fræðingu Krists. Sumir
telja jafnvel, að listmunurinn sé sá bikar,
sem notaður var við hina fyrstu kvöldmál-
tíð. Hann er metinn á eina milljón dollara.
En safnið liefur ekki hugsað sér að selja
hann, ef einhver lesendanna kynni að hafa
hug á að eignast hann.
Iíver skyldi trúa því, að gömul byssa
geti verið 3000 dollara virði. Sú upphæð
var greid fyrir svokallaðan ,,Westminster“.
Agragantum-silfurmyntin frá Aþenu kostar
„aðeins“ 50.000 dollara. Einnig má nefna
bifreið bræðranna Dureya, sem smíðuð var
1893, og er hún nú gersemin í safni Smit-
sonian-stofnunarinnar. Þó eru skiptar skoð-
anir um menjagildi bílsms — sumir segja
238
HEIMILISBLAÐIÐ