Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1971, Page 19

Heimilisblaðið - 01.12.1971, Page 19
<r>wx-ír^> Rós Persíu £>$<B BARNASAGA EFTIR REIMER LANGE Aldraða skáldið Hafiz sat fyrir utan hús- ið sitt í bænum Shiraz, sem kallaðist „Rós Persíu“. Þar hafði hann búið alla ævi sína og skrifað öll fögru ljóðin sín, og í þeim var rósanna að mörgu getið, enda voru þær eftirlætisblóm hans. Hann var einnig um- kringdur rósarunnum, sem blómguðust í garðinum, og hann gætti þeirra með mikilli umhyggju. Allt í einu stóð hann á fætur og læddist varlega áfram. Ilann hafði kom- ið auga á litla stúlku, sem stóð laveg ófeim- in við yztu runnana í garðinum og tíndi rósir. I næstu andrá greip hann í handlegg hennar og sagði í ávítunartón: „Hvað ert þú að gera? Hvað heitir þú?“ „Ég heiti Fatme,“ svaraði stúlkan, „og ég er að tína rósir.“ „Já, ég sé það,“ sagði Hadiz, „rósirnar mínar! Hvernig getur þér dottið það í hug?“ „Þær eru svo fallegar,“ svaraði stúlkan, „að ég gat ekki stillt mig um það.“ Hafiz leit á hana blíðari á svip. „Já, þær eru fallegar,“ sagði hann, en það má ekki taka þannig þa ðsem aðrir eiga. Og auk þess eru rósirnar langfalleg- astar á runnanum. Hlustaðu á það, sem ég skrifaði einu sinni: Láttu rósina blómgast á runnanum, gleðstu yfir henni þar, Sé hún slitin, visnar hún brátt — brjóttu eigi rósina björtu! Litla stúlkan varð niðurlút. „Það er satt,“ sagði hún hægt, „en ég á alls enga rósarunna. Eg er foreldralaus og á ekkert heimili.“ „Vesalings barn,“ sagði skáldið. Og svo laust góðri hugsun niður í huga hans. „Mundi þér falla vel að búa hjá mér og hjálpa mér við að gæta rósanna?“ spurði hann vingjarnlega. „Já, það vil ég gjarna,“ sagði stúlkan með ljómandi augu. Þannig vildi það til, að Hafiz fékk fóst- urbarn. Fatme flutti inn í hús hans og varð honum til mikillar gleði. En nokkru síðar 10.000, aðrir milljón dollarar. Menntaskóli einn í írlandi á handrit með um 700 ríku- lega myndskreyttum blaðsíðum, og er það metið á um milljón dollara. Frægasta og dýrasta fiðlan er kölluð „Messíasar-Stradivarius11 og er á safni í Oxford. Þó að hún sé nær því þrjú hundr- uð ára gömul, hefur aldrei verið leikið á hana enn þá. Verðmæti hennar er talið 200.000 dollarar. Stradivarius smíðaði marg- ar aðrar og ódýrari fiðlur en þetta hljóð- færi. Þær er unnt að fá fyrir „gjafverð“ — milli 6000 og 100.000 dollara! Bréf geta stundum orðið mjög verðmæt. Frá ameríska dómaranum Lvnch er komið orðið „to lynch“ (að taka af lífi án dóms og laga), heldur einnig bréf — eina bréfið, sem vitað er um frá hans hendi. Vilji ein- hver kaupa það eða bréf frá Columbusi, er hætt við, að hann þurfi að láta af hendi 200.000 dollara. Fyrir skrifborð í Pompa- dour stíl hefur safnari látið fúslega af hendi 100.000 dollara. Einhver Savery smíðaði það árið 1780, og má sjá það, eins og Antí- okkíubikarinn, í Metrapolitan-safninu í New York. Edison hefur áreiðanlega ekki talið hugs- anlegt, að litla talvélin, sem hann bjó til og gaf nafnið Phonograph, mundi einhvern tíma vera metin á milljón dollara. En hún er auðvitað fyrsta og eina vélin þeirrar teg- undar. Þyngsta perlan fannst í Persaflóa og veg- ur 606 karöt. Verð: 70.000 dollarar. Enn þá dýrari eru tveir konsertflyglar, sem Steinway-verksmiðjan lét smíða eingöngu úr gulli og fílabeini. Hið heimsþekkta fyrir- tæki sýndi mikinn skörungsskap og gaf báða þessa sjaldgæfu gripi til Hvíta húss- ins í Washington. Það er þó varla trúlegt, að forsetarnir láti börn sín glamra á þau hljóðfæri. HEIMILISBLAÐIÐ 239

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.