Heimilisblaðið - 01.12.1971, Page 27
hún býður oklmr á samsöng í kvöld, ætlar
þú að fara, frændif'
„Anðvitað, ég er búinn að býrast nógu
lengi í einverunni liér á Scchönwerth. Þú
veizt, að ég er vanur að mæta, þegar hirð-
in kallar mig, jafnvel þó ég verði að skríða
þangað á fjórum fótum.“
Mainan opnaði dyrnar kímileitur og svar-
aði erindi sendimanns.
„Mér veitti víst ekki af að létta mér þetta
upp,“ hélt marskálkurinn áfram. „Það ligg-
ur liálfilla á mér, síðan ég frétti’ um tjón-
ið, sem hefur orðið á indverska húsinu, og
við það bætast önnur óþægindi. Til dæmis
segir hún frii Schön þarna,“ og hann benti
með vísifingrinum á hjúkrunarkonuna, án
þess að líta við, „að það styttist mi óðum
fyrir henni þarna yfir í indverska liúsinu.
Og ég tek ætíð nærri mér, þegar einhver
þess háttar sorg ber að höndum hér í lnis-
inu; þess vegna lét ég flytja hestasveininn,
sem drukknaði um árið, til líkhússins í borg-
inni, en hvernig eigum við nú að fara að!“
„Ég verð að láta þig vita það, frændi,
að ég hef andstygð á þessu tali þínu. Það
er alveg gagnstætt eðli mínu,“ sagði Main-
an reiðulega. „Hvernig getur þú talað svo
um manneskju, sem enn er í tölu lifenda?
Hafið þér gert hoð eftir lækninum?“ sagði
hann í mýkri róm við frú Schön.
„Nei, náðugi herra, til hvers væri það
líka? Iíann getur ekkert hjálpað henni, og
kák hans mundi aðeins verða henni til kval-
ar. Sál hennar er þegar horfin héðan úr
heimi, annars mundi hún ekki liggja og
stara stöðugt fram fyrir sig, meðan Gabríel
situr yfir henni og hágrætur.“
„Hætið þessum harmatölum, frú Schön,“
hrópaið marskálkurinn æfur. „Og þó þú
gangir af göflunum við það, Raoul, þá get
ég ekki tekið neitt tillit til ]>ess,“ sagði
hann með vaxandi ákefð. „Þegar þannig
stendur á, er ég sjálfum mér næstur, og ég
get ekki lýst viðbjóði mínum á dauðu fólki.
Þú munt sanna, að ég verð dauðveikur,
ef þú sérð ekki um að líkið verði flutt þang-
að, sem það á að vera, undir eins og hún
hefur skilið við, ég meina til kirkjugarðs-
ins.“
Líana skildi vel hvernig á ótta hans stóð,
og hvílík óttaleg angist skein út úr orðum
hans og æði, þar sem liann stóð og skalf
eins og hrísla í vindi. Hann hafði ekki ótt-
ast sál þessarar ólánssömu konu, meðan hún
var bundin við máttvana líkamann, en
nú . . .
„Hún skal verða grafin undir óbelisku
súlunni,“ sagði Mainan alvarlegur og lagði
þunga áherzlu á hvert orð. „Gilbert frændi
hefur rænt hana heimili sínu, og hún er eina
konan, sem hann elskaði á ævi sinni — hún
á fulla heimtingu á að hvíla við hlið hans,
og nú er nóg komið af þessum harðýðgis-
legu umræðum.“
„Hún á fullan rétt á að hvíla við hlið
hans!“ endurtók marskálkurinn og rak upp
háan hlátur. „Gerðu það ef þú þorir, Raoul,
og þú skalt sjá hvað ég vil og hvað ég get.
Bg hata þessa konu fram í andlátið. Hún
má ekki liggja við lilið hans, jafnvel þó
ég verði að búa mér sæng á milli þeirra!“
Mainan horfði stórum augum á marskálk-
inn og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið.
Hvað átti þetta að þýða? Hann hafði einu
sinni sagt sjálfur um frænda sinn: Pöður-
bróðir minn er ágjarn og afar drambsamur,
en hann er hygginn og kaldlyndur og verð-
ur aldrei fyrir ofsóknum gegndarlausra
ástríða. En gat þetta stafað af öðru en
ástríðu, sem lengi hefði verið bæld niður,
en brauzt nú út í almætti sínu.
Marskálkurinn stóð á fætur og gekk
furðu hröðum skrefum að næsta glugga.
„Ég skil þig ekki, Raoul. Langar þig til
að svívirða föðurbróður þinn í gröfinni?“
sagði hann.
„Hafi hann ekki álitið það hneisu fyrir
sig að þrýsta Hindúastiilkunni að brjósti
sér og láta henni í té ást sína með öllu móti,
þá ...“
Marskálkurinn rak upp afskaplegan
hlátur.
„Frændi!“ hrópaði Mainan í þeim róm,
að marskálkurinn sá. þann kost vænztan að
þagna. „Ég kom aðeins einu sinni til Schön-
werth í þá daga, en ég man að það sem
fólkið sagði mér þá, var nóg til þess að
hita mér um hjartaræturnar. Maður, sem
með slíkri nákvæmni og blíðu vakir yfir
þeim loga ...“ En Mainan varð ósjálfrátt
að þagna, þegar hann sá þann óvanalega
loga, sem glampaði úr hvössu, harðlegu aug-
um gamla mannsins.
„Þessi nákvæmni og blíða stóð ekki nema
HEIMILISBLAÐIÐ
247