Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1971, Síða 30

Heimilisblaðið - 01.12.1971, Síða 30
get ekki farið frá Schönwerth fyrri en þessu stríði er lokið.“ „Ég verð hjá þér, Mainan,“ sagði hún ákveðin. Hún vissi að hann átti enn eftir að komast að ýmsu, sem honum mundi fá mikils, og hún varð á þeim raunastundum að standa við hlið hans. „Þú segist eiga baráttu fyrir höndum, og þá ætti ég að skilja við þig? Nei, ég get alveg eins varið mig hér eins og í Waltherhausen. Ég þarf ekki að verða aftur á vegi marskálksins.“ „Þú verður þá að sætta þig við það enn einu sinni,‘ ‘ tók hann fram í og strauk um leið hárið ástúðlega frá enni hennar. „Eins og þú liefur heyrt, þá ætlar hann til liirð- arinnar, jafnvel þó hann verði að skríða þangað á fjórum fótum. En ég fer þangað líka, Líana —- það verður í síðasta skiptið — geturðu fengið þig til að fara þangað með mér, ef ég bið þig þess ósköp vel?“ „Ég fer með þér, hvert sem þú fer.“ Hiin sagði þetta hetjulega, og mátti þó sjá á svip hennar, að henni þótti það allt annað en gott. Htin fékk hjartslátt af til- hugsuninni um að þurfa enn einu sinni að mæta þeirri konu, sem var skæðasti óvinur hennar, og sem mundi gera allt, sem í henn- ar valdi stæði, til þess að ryðja henni úr vegi og ræna hana eiginmanni hennar, sem þó í gær hafði svarið henni við allt, sem hann taldi heilgat, að hann elskaði hana heitar en allt annað og tilheyrði henni með lífi og sál. VI. Marskálkurinn sat allan daginn í herbergi sínu; hann borðaði einn og spurði ekki einu sinni eftir Leó. Þjónustufólkið var allt sem þrumulostið, því Mainan hafði borðað í herbergi frúarinnar ásamt nýja kennaran- um og Leó. Hann hafði líka látið sækja lækninn, og hafði sjálfur farið með honum inn í indverska húsið. Eftir skipun hans hafði þegar verið gert við skemmdirnar á indverska húsinu, og þess gætt., að sjúkl- ingurinn yrði ekki fyrir óþarfa ónæði. Síðari hluta dagsins fór Líana líka yfir í indverska húsið. Stormurinn hafði gert miklar skemmdir í garðinum, og hún varð því að klifra yfir tré, sem fallið höfðu um nóttina og lágu þversum á veginum. Hvert sem hún leit, blöstu við henni skemmdir — nema á Hindúahofinu; það hafði eins og endurnýjast í regnbaðinu, og tjörnin lá blá og lygn frammi fyrir fótum hennar, og sáust þess nú engin merki, að hún liefði ætt freyðandi á marmarariðið. „Þér megið alls ekki ætla, að ég sé að gráta vegna vesalingsnis þarna, náðuga frú,“ sagði frú Schön á lægri nótunum, þegar Líana kom inn. „Mér hefur þótt vænt um hana, fjarska vænt um hana, eins og hún væri dóttir mín, og einmitt þess vegna krossa ég mig og segi: „Guði sé lof, að hann hefur tekið þennan kaleik frá mér!“ Þér, náðuga frú, eruð sá engill, sem Guð hefur sent okkur — langlundargeð lians hefur nú verið á enda, og hann hefur um síðir opn- að augun á Mainan yngra. — Þegar hann í morgmi kom inn og leit á yður, vissi ég loksins hvernig komið var. I fám orðum sagt, þá á Gabríel yður, það er að segja vizku yðar og hjartagæzku, hamingju sína að þakka, og það eruð líka þér, sem verðið að fullkomna það verk. Það er ekki hugs- andi að gera það með aðstoð unga ættar- höfðingjans, ef þér eruð ekki í verki með — þér verðið að fyrirgefa, þó ég segi það við yður. En hann er búinn að vera svo lengi miskunnarlaus harðstjóri við okkur Gabríel, að engin von er t.il, að við getum treyst honum svo fljótt. Ég var að reyna það í morgun, en það vildi ekki ganga fyr- ir sig; læknirinn var líka viðstaddur og það var eins og það stæði biti í hálsinum á mér ... Gabríel, farðu út, þú þarft að fá þér hreint loft, og ég þarf ýmislegt að segja ungu frúnni.‘ ‘ Unga konan hafði lagt hendina blíðlega á öxl drengsins, en nú losaði hann sig, fór út í garðinn og settist á bekk í skugga rósa- runnanna, — þaðan gat hann séð reyr- leggjarúmið gegnum gluggann, sem var bú- inn að vera rúðulaus síðan um nóttina. „Og ungi baróninn trúir þá ekki lengur á seðilinn, sem húsbóndinn sálaði á að hafa skrifað; en hvers vegna hann hefur tekið þessum sinnaskiptum allt í einu veit ég ekki. Eg get aðeins þakkað góðum Guði, að það er svo,“ bætti frú Schön við. „Það versta er, að það verður ekki sneitt hjá deilum við hirðprestinn, og hann verður harður í 250 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.