Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1971, Page 32

Heimilisblaðið - 01.12.1971, Page 32
ráðstöfun, því rétt þegar sá sköllótti var horfinn út úr dyrunum, fékk maðurinn minn eitt svimakastið, og það svo, að hann gat ekki tekið höfuðið frá koddanum, og varð að láta mig annast sjúklinginn. ... Ég fór þá inn í rauðu stofuna og rétti sjííkl- ingnum meðulin — svo þegar ég dró dimmu gluggatjöldin til liliðar, skein blessuð sólin skært inn á rúmið hans, og þá var eins og skýla væri tekin frá augum lians og hann liorfði fast á mig, og svo klappaði hann á hönd mína eins og hann vildi þakka mér fyrir hjálpina — þá flaug mér í hug, að nii yrði ég að hætta á það, og ég þaut því af stað eins og örskot. Tíu mínútum síðar skreið ég ásamt konmmi hans milli villivið- arrunnanna við hægri arm liússins og gegn- um járngrindurnar við leynigangmn. Eng- inn sá okkur, ég opnaði dyrnar að rauða herberginu — hjartað barðist ákaft í brjósti mér af lcvíða, og hún þaut inn á undan mér. — Því ópi gleymi ég aldrei meðan ég lifi. Vesalings konan! Sá, sem hún unni lieit- ara en öllu á jarðríki, þessi tignarlegi og gerfilegi maður, var orðinn eins og aftur- ganga . . . Hún fleygði sér yfir rúmið. Og þá sá rnaður fyrst við hliðina á gulleita, lioleygða andlitinu hans, hve hún var fögur og blómleg; hún var eins og rautt og livítt blóm á eplatré, þar sem hún lá á grænu silkiábreiðunni. Hann horfði alvarlega á hana þangað til hún lagði báðar liendur um háls honum og þrýsti andlitinu upp að hon- um alveg eins og í fyrri daga. Þá klappaði hami lienni á hárið, og hún fór að tala á sínu eigin máli — ég skildi ekki nokkurt orð af því og hún talaði alltaf hraðara og hraðara, og hún hefur víst sagt honum allt, sem henni lá á lijarta, því hann varð stór- eygðari og stóreygðari og augun sindruðu, og það lítið, sem eftir var í honum af blóði, þaut fram í kinnarnar ... Og ég sagði líka það sem mér lá á hjarta ... Og svo varð ég hrædd um að hann ætlaði að deyja í hönd- unum á okkur. Hann neytti allrar orku til að tala, en hann gat það ekki. Þá skrifaði hann á blað: „Getið þér útvegað mér einhvern löglærðan mann?“ Ég hristi höfuðið, það var óhugs- andi, eins og hann vissi bezt sjálfur. Svo fór hann að skrifa aftur. 0, hvað ég þjáð- ist af að horfa á hann. Svitinn vætlaði út af enni hans, og ég sá angistina, sem skein út úr svip hans, vegna konunnar, sem hann unni svo mjög. Hún sat lijá lionum, klapp- aði á vangann á honum og var himinlifandi yfir því að mega vera hjá honum. Nú var hann búinn, og ég varð að kveikja ljós og sækja lakk. Með dýra hringnum, sem hann gaf marskálkinum, setti hann tvö innsigli á bréfið — það gerði hann sjálfur, en þar eð hann var svo máttfarinn, varð ég að þrýsta á hönd hans, til þess að skjaldarmerkið sæ- ist glöggt í lakkinu. Hann hélt blaðinu fyr- ir framan sig, og mér sagt sagt að lesa ut- anáskriftina upphátt, og svo stafaði ég: Til jungherra von Mainan, og svo fékk liann mér bréfið til að koma því til skila; en hún stökk á fætur, þreif það af mér og marg- kyssti það, svo losaði hún litla slifurhylkið og stakk því þar niður í. Þá brosti hann og benti mér, eins og hann vildi segja, að þar væri það vel geymt. Svo kyssti hann hana aftur, enda var það í síðasta skiptið í þessum heimi, hann vissi það, en hún ekki. Hún vildi heldur ekki fara, þegar hann gaf mér merki um, að ég skyldi fara með hana ... en fór að gráta eins og barn; en svo varð liún góð og hl.ýðin; hann horfði að- eins alvarlega á hana, lyfti fingrinum lítið eitt, og svo fór hún. En nú þegar hún hafði fengið að sjá hann, var hún alveg veik af þrá eftir honum; liún slapp frá mér og hljóp ein til hallarinnar, og marskálkurinn hitti hana á ganginum fyrir framan sjúkra- herbergið ... Hvað gerzt hefur, hvort húu hefur ætlað að hljóða upp, og hann hefur þess vegna tekið fyrir kverkar lienni, eða liann hefur gert það viti sínu fjær af af- brýði, veit enginn, og það mun aldrei vitn- ast, en að hann hefur gert það sjálfur, veit ég af tilburðum hennar, því ég skil hana og augnaráð hennar eins vel og hún hefði mál. T fyrstu hafði hún líka fullt ráð og rænu, en svo fór hirðpresturinn að venja hingað komur sínar og tala við hana, þang- að til einu sinni, að hún hljóðaði og vein- aði svo afskaplega, að hann lagði niður skottið og hljóp burt sem fætur toguðu. Svo kom hann ekki aftur, en vesalings konan fékk aldrei fullt ráð eftir það. Nú hef ég sagt yður allt, og nú bið ég yður að taka við silfurkeðjunni af hálsi hennar.“ „Nei, ekki rétt núna,“ sagði Líana ótta- 252 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.