Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1971, Page 33

Heimilisblaðið - 01.12.1971, Page 33
slegin. Hún gekk til sjúklingsins og laut yf- ir hann. „Ég gæti aldrei fyrirgefið mér það, ef hún skyldi á meðan ljúka upp augunum og verða þess áskynja, að verið væri að ræna hana þessum dýrmæta grip. Þegar öllu er lokið, skuluð þér undir eins sækja mig, jafnvel þó það verði um hánótt. Ég verð að ásaka yður um eitt, frú Schön, þó mér þyki það leitt. Þér áttuð undir öllum kring- umstæðum þá þegar að koma bréfinu til viðtakanda/ ‘ „Náðuga frá,“ sagði frú Scliön og þaut á fætur. „Það segið þér nú, þegar allt ætl- ar að enda vel — en þá! — Eg stóð uppi alein og hafði alla höfðingjasúpuna á móti mér. Ég skal segja yður hvernig þá hefði farið. Náðugi jungherrann mundi hafa tek- ið við bréfinu af mér og sýnt það báðum hinum göfugmennunum, þeir hefðu farið að skellihlæja og sagt, að þeir vissu betur um það, því þeir hefðu aldrei yfirgefið sjúkl- inginn, hvox-ki nótt né dag; nei, eina ráðið var að bíða og vera þolinmóð. Það hefði líka verið öðru máli að gegna, ef ég hefði vitað, hvað stóð á blaðinu; en ég stóð ekki nógu nærri húsbóndanum sálaða, meðan hann var að skrifa, og átti fullt í fangi með að lesa utanáskriftina. Seinna reyndi ég, einu sinni meðan hún lá í ópíum-svefni, að Ijúka iiylkinu upp, en mér var það ómögu- legt. Það verður víst að bx-jóta það upp.“ „Því betra,“ sagði xmga konan, gekk fram að dyrunum og kallaði á Gabríel. Það var orðið framorðið, allt of frarn- orðið til að segja Mainan frá þessu, áður en hann tæki á sig náðir, og hann hafði líka sagt henni, að hann af sérstökum ástæð- um tæki á móti heimboðinu. Hún flýtti sér samt xxt úr húsinu, til þess að leita Mainan uppi og segja honum í fám dráttum það helzta, en hann fannst hvergi, og einn af þjónunum sagði henni, að hann liefði farið út, en hvert, vissi hann ekki, ef til vill til garðvrkjumannsins. Hún fór því í þungu skapi inn í bxxningsherbergið. VII. Á breiða fletinum framan við liöllina beið skrautvagninn með gráu eldishestuixum fyr- ir, og fast við dyrnar stóð glervagn mar- skálksins. Það var engum erfiðleikum bund- ið fyrir ekil marskálksins að stjórixa fallegu lipru hestxxnum, sem voru fyrir hans vagni. en gráu folarnir fnæstu og kröfsuðu, svo gneistarnir flugu xxndan hófxxnum. „Óhræsin!“ muldraði marskálkurinn með- an verið var að bera hann út í vagninn. Mainan gekk fram og aftur í forstofunni og beið eftir konu sinni. Um leið og þjónarnir settu burðarstól marskálksins niður, kom maður xxt úr hlið- arganginum. Þegar hann kom auga á gamla manninn, herti hann gönguna og hvarf út úr höllinni gegnum stóra ganginn. Marskálkurinn reis upp í stólnum eins og hann tryði ekki sínum eigin augum. „Hvað, var þetta ekki þrjóturinn hann Dammer, sem var rekinn í burtu?“ kallaði hann til Mainans. „Jxx, frændi.“ „Hver þremillinn! — Er hann íxú far- inn að ganga hér um eins og grár köttur?“ spurði hann þjónana. „Iíann borðaði nxeð vinnufólkinu í kvöld,“ svaraði einn þeirra hikandi. Marskálkurinn þaut á fætur án þess að muna nokkuð eftir, hvað hann var veill í fótunum, og æpti: „Með vinnufólkiixu, eða sama sem við mitt eigið borð?“ „Kæri frændi, ég hef líka nokkur ráð yfir vinnuhjúastofunni og því sem henni til- heyi’ir -—- eða er það ekki rétt?“ sagði Main- an stillilega. „Dammer kom með boð til mín frá Waltherhausen; hann getur ekki farið héðan fyrr en í fyrsta lagi á morgxui, og á hann þá að svelta á meðan hér í höllinni? . .. Það var reyndar ókurteisi af honum að verða hér á vegi þínum, en annars er hann hér með leyfi mínu.“ „Nú, svo því er þá þannig varið; það er satt, þú ert einn af þessum svokölluðu mann- vinum, og hefur gert Waltherhausen að eins konar betrxmarstofnun eða réttara sagt eins konar sakamannanýlendu, það er mjög vel til fallið,“ sagði marskálkurinn og hné aft- ur niður í stólinn. „Dammer hefur ekki sýnt þér þá virð- ingu, sem honum bar, og það var því sjálf- sagt, að hann yrði að fara frá Schönwerth,“ sagði Mainan með sömu stillinguixni. „En það var líka hvað eftir annað búið að espa HEIMILISBLAÐIÐ 25J

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.