Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1971, Síða 34

Heimilisblaðið - 01.12.1971, Síða 34
hann og særa. Iiann fékk þunga áminningu og var svo fluttur til Waltlierhausen. Og er málinu þá ekki lokið með því?“ „Svo þú heldur það? Það er einstaklega viðkunnanleg sætt milli von Mainan mar- skálks og bóndaræfils! Gott, gott — það tekur allt saman enda ... Viltu gera svo vel og aka ögn á undan mér í þetta sinn. Mér er ekki um að liafa ólmu fjörgapana þína á eftir mér.“ „Bg er að bíða eftir ’konunni minni, frændi.“ I sama bili heyrðist skrjáfa í silkikjól í súlnaganginum og Líana kom fram í for- salinn. Mainan hafði sagt henni, að lcven- fólkið mundi verða prúðbúið, og því hafði hún farið í brúðarkjólinn sinn. Smaragð- arnir í hrúðarhálsbandi hennar lýstu eins og sólir í hárinu, og voru hingað og þangað festar við þá livítar smástjörnur, sem glóðu innan um hárbylgjurnar. „Bn sú tilbreytni fyrir hirðina okkar, kallaði marskálkurinn upp með sárri gremju. Honum hafði alls ekki dottið í hug, að hún mundi fara. „Alles toujours, ma- dame“, sagði hann, henti á dyrnar og dró stólinn sinn í snatri til liliðar. Mainan rétti henni handlegginn og leiddi hana út. „Briiðurin mín er fögur sem mjöllin, en þó er einhver hryggðarblær yfir andliti hennar,“ hvíslaði hann að henni. „Ég þarf að segja þér frá mjög alvarlegu málefni, mér finnst ég vera á glóðum,“ sagði liún kvíðafull og bar ört á. „Bara að við værum komin lieim aftur.“ „Reyndu bara að hafa þolinmæði. Ég ætla að ljúlca hlutverki mínu við hirðina eins fljótt og ég get, og svo flýg ég með ástmev mína út í víða veröld.“ Hann tók hana í fang sér. Hestarnir þutu af stað og brúnu klárarnir marskálksins brokkuðu á eftir. Við hirðina höfðu menn vanið sig á, þrátt fyrir ættgöfgi brúðarinnar, að álíta, að Mainan hefði tekið niður fyrir sig, er liann gekk í síðara hjónabandið. Menn sögðu að hún væri nokkurs konar bústýra og kennslu- kona Leós, að hún gengi um allt með silki- svuntu framan á sér og lyklakippu við belt- ið og hnýstist í allt, bæði í búri og eldhús- inu og þvottahúsinu, — þar væri hún á sinni réttu liillu — en hvað það var auðvirðilegt að leggja sig niður við annað eins! Það hafði ekkert af þessu góða fólki séð hana enn; en það vissu allir, að hún var há og rauðhærð, og þá hlaut hún líka að vera herðabreið, útlimastór, með rauðar hendur og kolmórauð af freknum. Ennfremur höfðu menn vanizt því að barón Mainan væri eins og jungherra við hirðina, og á síðustu miklu kvöldskemmtuninni hafði hann yppt öxlum, þegar hann hafði verið spurður eftir líðan konu sinnar og sagt: „Ég ímynda mér að henni líði vel, ég hef eltki komið til Sehön- ■vverth í þrjá daga.“ Það hafði síðan verið útlagt sem óræk sönnun þess, að burtför lians væri merki um fullkominn skiklnað — og nú, nú kom hann allt í einu inn í söng- sal hallarinnar og leiddi við hlið sér unga veru, sem var snjóhvít frá hvirfli til ilja, og svo föl, alvarleg og fögur, eins og hann hefði sótt sjálfa snjódrottinguna utan úr eilífri ísbreiðunni. Hertogafrúin hafði ásett sér að koma fram óvenjulega skrautklædd. Þetta var fyrsti samsöngurinn við hirðina, síðan her- toginn dó, og að því er menn hvísluðu sín á milli, fyrsti dansleikurinn líka, sem ætti að koma fjörinu í æskulýðinn. Söngsalur- inn og allir salirnir í kring voru sém eitt ljóshaf. Og allt það fegursta, sem aðals- ungfrúrnar áttu af skrautgripum, höfðu þær sett á sig þetta kvöld; það skrjáfaði í silkikjólunum, blævængirnir blöktu fram og aftur, og ungir og gamlir, fríðir sem ófríðir hræsnuðu, smjöðruðu og bakbitu hver í kapp við annan og hvísluðust á um leynilegar ástir og dulið hatur. Þessi ólg- andi kliður stöðvaðist sem snöggvast alger- lega þegar trachenbergska konan kom inn. Svona leit liún þá út þessi síðari kona hans, sem var nærri því orðin að dularfullri sagn- veru í hugum manna! Svo einkennilega stór- lát og ófeimin í framkomu! Og hvers konar uppátæki var þetta eiginlega af sérvitringn- um, sem leiddi hana? Iíann hafði með þessu yfirskinshjónabandi sínu brugðið afkára- legu villuljósi yfir síðari konu sína, og hafði hingað til ekki lofað neinum að sjá hana, og við hirðina hafði verið talað um hana með háðslegri meðaumkun; ennfremur var sagt að samlyndið milli hjónanna væri kom- ið út um þúfur, og hjónaskilnaðarumsókn- 254 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.