Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1980, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.03.1980, Blaðsíða 23
ákefð, um leið og hann gekk inn, án þess að taka kveðju dyravarðar. — Nei, engir, svaraði dyravörðurinn. — Komdu þá, Rut — foreldrar okkar ei’u uppi á þakinu. Nú gengu þau eftir löngum og mjóum gangi, sem var umgirtur af háum húsum a Þrjá vegu; í neðri hluta garðsins voru g'ripahús, en í efri hluta hans bjó þjón- ustufólkið. I þessum húsagarði var marg- breytt líf á daginn. Hér var þjónustu- fólkið að störfum sínum. Hér var leikvöll- ur hænsna og dúfna; hér blandaðist varp- hljóð hænanna og kurr dúfnanna við óp °g öskur skepnanna í gripahúsunum í kring. Að fjórðu hlið þessa húsagarð lá hár múr og tók þá við annar garður þar fyrir utan; þar var plantaður vínviður og ann- ar kjarrviður. I þeim garði miðjum þaut í stórfelldum gosbrunni, og frá honum barst þægilegur svali í hita dagsins. Frá þeim garði lá þrepstigi upp í efri hæð hússins, og síðan frá efri hæðinni upp á þakið. Um þakið lá brjóstrið allt í kring úr rauðum, brenndum steini og var fag- urlega skreytt. Ur einu horninu mátti sjá yfir næstu göturnar; þar var reistur smá- turn; var það hjálfhvolf, sem stóð á lág- uui fjölskreyttum súlum. Allt í kringum súlurnar voru legubekkir settir eða mjúk- ar sessur og þar var mönnum til hvíldar boðið. Þetta var kærasti samastaður fjölskyld- unnar, og þar hittu þau Rut og Davíð for- eldra sína. ■— Hvers vegna varstu svona lengi fjar- verandi, Rut, hrópaði móðir hennar á móti henni — við höfum verið óróleg þín vegna ug faðir þinn hefur veitt mér átölur fyrir það, að ég leyfði þér að fara. Rut hljóp til móður sinnar, lagði hend- ur um háls henni og sagði með grátstaf í kverkunum: — Mamma — mér hefur orðið á — syndgað — því að ég — já, Davíð getur sagt þér, hvernig á því stóð. Móðir hennar skelfdist og lét fallast á legubekkin. Blævængurinn hennar, settur glóandi gimsteinum, datt úr hendi henn- ar, og hún spurði með titrandi rómi: — Barnið mitt, hvað hefur þér viljað til ? Símon var staðinn upp úr sæti sínu og virti nú börnin fyrir sér kvíðandi. Símon var maður á miðjum aldri, hár vexti og tígulegur. Það mátti lesa það út úr hinu fagra og skýra yfirbragði hans, að hann var maður viljasterkur, en, þó jafnframt mildur og góðviljaður. Davíð sagði nú, hvað gerzt hefði, og gleymdi ekki að taka það fram, að Rut hefði syndgað á móti lögmálinu. En svo var að sjá, sem móðir þeirra hefði ekki tekið eftir því atriðinu í frásögn hans. örvílnun dóttur hennar fyllti hana hræðslu um það, að eitthvað hræðilegt hefði gerzt. Og sú hræðsla varð eigi minni við það, er Davíð sagði frá árás skylmingamann- anna. En þegar hún heyrði, hver leikslokin urðu, að ungur Rómverji hefði frelsað hana með milligöngu sinni, þá gleymdi hún öllu hinu af gleðinni yfir því, að baminu hennar var að fullu borgið. Og í gleði sinni yfir því hrópaði hún upp: — Lofaður og vegsamaður sé Guð Isra- els fyrir það, að hann varðveitti þig, dóttir mín. Og við eigum þeim manni þakkir að gjalda, sem hann sendi þér til hjálpar, hvort sem hann er ísraelsmaður eða heið- ingi. Hún var talsvert yngri en maður henn- ar. Hún var einkar grannvaxin og fíngerð. Það var eins og dálítill raunablær á hinum göfugmannlega, fríða svip hennar oftast nær. En þessa stundina sást ekki votta fyrir slíku. Nú brosti hún glöði brosi og varð sem ung í annað sinn. Símon leit á Davíð son sinn með alvöru- gefni, en síðan sagði hann: — Ég get ekki annað en hrósað trúar- heimilisblaðið 59

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.