Heimilisblaðið - 01.03.1980, Blaðsíða 31
Kalla og Palla finnst að það þurfi að lita jakkana
þeirra. Þeir fara því til storksins og biðja hann að
þá með ekta kolkrabbableki. Storkurinn lœur jakk-
ana í balann hjá kolkrabbanum og páfagaukurinn fer
a8 stríða honum, svo hann reiðist og spýtir bleki i
balann. Síðan eru jakkarnir hengdir upp á snúru, og
Júmbó blæs á þá, þar til þeir eru þurrir. Þá tekur
María feita við og pressar þá með því að velta sér á
bakinu á þeim, svo þeir eru vel pressaðir. Og Kalli og
Palli halda heim á leið í jökkum, sem eru eins og nýir.
vesalings María feita er með tannpínu og Kalli og
Palli vilja gjarna hjálpa henni og draga úr henni
skemmdu tönnina, en hún er allt of föst, og þeir hafa
fikki krafta til að draga hana úr. En þá dettur Palla
nokkuð í hug. Þeir taka reipið og binda hinn enda
þess í rófu fílsins. Síðan egna þeir fyrir Maríu og
Júmbó með gulrótum ... og það dugði til þess að veika
tönnin í munni Marfu rauk út úr henni.