Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1980, Blaðsíða 27

Heimilisblaðið - 01.03.1980, Blaðsíða 27
vér hefjumst handa. Einmitt nú er öllu svo háttað að vér getum ekki á betra kos- ið. Rómversku harðstjórarnir hafa æst upp þjóð vora og fyllt hana heift. Hér stendur ekki á öðru en að vér séum kallaðir — vígbúnir erum vér. Sérhver Israelsmaður sem vopni getur valdið, mun til vopna grípa — fjárhirðirinn, presturin, iðnaðarmaður- inn, kaupmaðurinn, — allir vilja þeir und- antekningarlaust leggja líf og blóð í söl- nrnar til að frelsa vort heilaga land. Jósefus svaraði ekki. — Já, tíminn nálgast, sagði öldungur- inn hátíðlega, sá tími, sem Guð hefur fyr- irheitið oss — er hann vill miskunna sig yfir oss og senda Messías, hann sem á að undiroka heiðingjana og gera Israel að voldugri þjóð. Jósefus svaraði engu. Þá tók Eleazar aftur til máls: — Þú þegir enn, Jósefus, hjarta þitt kemst ekki við af slíkri ræðu. Þú verður víst ekki einn af herstjórum hans, sem koma «? Jósefus svaraði rólega: -— Hví þá ekki þú, sem getur talað af slíkum eldmóði? -— Nei, Jósefus, svaraði Eleazar, — ég en þess ekki verðugur að skipa hið æðsta sæti. En samt mun ég vinna mitt hluverk af hendi. Þá þarf á fleiri en einum for- iftgja að halda. Eftir alvarlega augnabliks-íhugun tók Jósefus til máls: — Þér getið ekki sannfærf mig um, að ísrael sé máttug til að reisa röd við Róm- Veí’jum. Það væri annað mál, ef allar hin- ar undirokuðu þjóðir gerðu samtök með sér um það. En það er engin leið. Til þess rfði hetja eins og Alexander af Makedóníu að rísa upp meðal þeirra þjóða og ávinna ser frægð með hreystiverkum, sem spyrð- ust til endimarka jai'ðarinnar. Það er hægt að hugsa sér, að allir vildu fylgja slíkum Wanni. — En sú hetjan mun koma, hrópaði Gor- ik gamli í guðmóði, hann verður brotinn af bergi þjóðar vorrar, af Davíðs ætt, eins og spámennirnir hafa fyrir sagt. Símon, sagði hann og veik sér að honum, sæktu heilagar ritningar og lesum þá staði, þar sem minnzt er á þenna frelsara. Símon flýtti sér út og kom aftur að vönnu spori með marga papyrusvafninga og rétti öldungnum. Hann rakti ofan af keflunum og fann allmarga slíka ritningarstaði og sagði síð- an hátíðlegum rómi: — Heyrið, bræður mínir, hvað ritað er í sálmabókinni: — Þeir, sem treysta Drottni, eru sem Zion-fjall, er eigi bifast, er stendur að ei- lífu. Fjöll eru kringum Jerúsalem og Drott- inn er kringum lýð sinn héðan í frá og að eilífu. Því að veldissproti guðleysisins mun eigi hvíla á hlutskipti réttlára. Og á öðrum stað er ritað: — Drottinn, hinn hæsti, er ógurlegur, voldugur konungur yfir gervalh’i jörðinni. Hann leggur undir oss lýði, og þjóðir fyrir fætur vora.------Guð er orðinn konungur yfir heiðingunum, Guð er settur í sitt heil- aga hásæti. Göfugmenni þjóðanna safnast saman ásamt lýð Abrahams Guðs, því að Guðs eru skildir jarðarinnar. Og enn er ritað: — Svo segir Drottinn við heiTa minn: Setzt þú mér til hægri handar, þá mun ég leggja óvini þína sem fótskör að fótum þér. Drottinn réttir út þinn volduga sprota frá Zion, drottna þú mitt á meðal óvina þinna. Og heyrið hvað Salómó segir um kon- ung Israels: — Og hann skal ríkja frá hafi til hafs, frá fljótinu til endimarka jarðar. Fjand- menn hans skulu beygja kné fyrir honum og óvinir hans sleikja duftið. Og allir kon- ungar skulu lúta honum, allar þjóðirnar þjóna honum. HEIMILISBLAÐIÐ 63

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.