Heimilisblaðið - 01.03.1980, Blaðsíða 8
skaut sér og mælti hátignarlega: „Alice
er kominn á þann aldur, þegar ung stúlka
fer gjarnan að hugleiða það að giftast."
„Giftast — giftast!“ tautaði prófessor-
inn fyrirlitlega, og þó rétt eins og hann
hefði ekki fullkomlega skilið innihald svo
ótímabærra orða. „Það liggur nú víst ekki
svo mikið á því. Varst þú ekki orðin þrí-
tug þegar ..."
„Jú, Henry, að vísu var ég farin að nálg-
ast þrítugt þegar ég, hm . . . “ greip frú
Mason fram í fyrir honum af myndugleik.
„En ég var líka siðferðilega sterk og stað-
föst stúlka, sem fullkomlega kunni fótum
mínum forráð. En Alice er veikgeðja og
skilur ekki hlutina. Maður má eiga von
á því að hún láta flækja sér í eitt og ann-
að, ef maður hefur ekki vit fyrir henni
og sjá til þess, að hún gangi að eiga góðan
og þroskaðan mann . . . “
„Nú, en er það þá einhver sérstakur sem
kærir sig um hana?“ spurði prófessorinn
klumsa.
„Það er nú einmitt það, Henry. Einmitt
sá maður, sem ég gæti svo fjarska vel
hugsað mér að leggja bróðurdóttur mína
í hendurnar á. Nýi aðstoðarpresturinn, Ge-
orge William Fitzgerald — maður með
góð sambönd að auki.“
„Aðstoðarpresturinn!“ hálfhrópaði próf-
essorinn. „Já, það er alveg ágætis náungi.
En-i — er hann ekki þó nokkuð eldri en
Alice?“
„Hann er þrjátíu og tveggja. En hann
er líka svo virðulegur, að hann sýnist eldri
en hann er. Reyndar varstu sjálfur átján
árum eldri en þín kona.“
„Já. Já, satt segirðu, svo sannarlega,"
tautaði prófessorinn og fiktaði löngunar-
fullur við skordýraöskjuna. „Nú, en þá er
það klappað og klárt, ha ? Ég fel þér þetta
fullkomlega í hendur, Clara. Gerðu hvað
þér sýnist — og kauptu það sem stúlkuna
kann að vanhaga um. Bara að þú sjáir til
þess, að ég verði ekki ónáðaður! Ég er svo
hræddur um, að prófessor Scchultze verði
fyrri til að skila sinni ritgerð, en þú veizt
að ...“
„Ojá,“ greip frá Mason fram í. „Ætli
ég viti það ekki. En viltu þá láta svo lítið
og tala við hana dóttur þína og segja henni
sjálfur þína afstöðu.“
„Ég!“ hrópaði prófessorinn angistar-
fullur.
„Þú, já! Eins og sakir standa er Alice
eitthvað uppsigað við mig, en hún ber að
sjálfsögðu virðingu fyrir þér. Auk þess
er það það minnsa sem þú getur gert fyrir
barnið. Þegar þú hefur lokið því af að tala
við hana, þá get ég lofað þér því, að þú
skalt fá að sinna skordýrunum þínum
óáreittur.“
Finchby prófessor stundi þungan og í
fullkominni uppgjöf. „Æ-jæja-jæja! Sendu
þá telpukornið inn til mín,“ tautaði hann.
Ekki var systirin fyrr gengin út úr dyr-
unum en prófessorinn sökkti sér niður í
verkefni sitt. Með mikilli nærfærni og um-
hyggju tók hann upp silfurgljáandi bjöllu
og hélt henni undir stækkunargleri. „Hví-
lík fegurð — hvílík dásemdar fegurð!“
sagði hann lágt og gleymdi sér svo við
þessa sjón, að hann heyrði hvorki né sá,
fyrr en lág rödd barst honum frá veru
sem stóð rétt við hlið hans. „Vildir þú
tala eitthvað við mig, pabbi?“
„Æjá, Alice litla,“ sagði prófessorinn
og ræskti sig, um leið og hann velti bjöll-
unni gaumgæfinn fyrir sér við stækkun-
arglerið. Svo hélt hann áfram ákafur:
„Þetta hérna er fjarska sjaldgæft eintak
— mjög fáséð. — Hún lifir í Suður-Ame-
ríku.“ Svo hóf hann að þylja nákvæma
lýsingu á venjum og lífskjörum bjölluteg-
undarinnar, en tók sig svo allt í einu á
og setti hana á sinn stað í öskjunni. Þá
ræskti hann sig aftur, lagfærði gleraugun
og hóf máls í eins konar kennaratón: „Nú
ert þú orðin átján ára, Alice litla, og átján
i
44
HEIMILISBLAÐIÐ