Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1980, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.03.1980, Blaðsíða 12
„Það er víst bezt, að þér komið með mér,“ rumdi í garðyrkjumanninum. Jack leizt nú ekki nema miðlungi vel á það, en viðurkenndi með sjálfum sér, að mótþrói, ásamt hugsanlegri handtöku, myndi síður en svo auka honum álit, svo að hann reis á fætur og haltraði á eftir manninum, — sem fór með hann rakleitt til ráðskonunnar. Hún leit á hann með svip, sem sagði meira en nokkur orð: „Datt mér ekki í hug!“ — og lagði síðan af stað með hann beina leið til frú Mason og lét hana heyra frásögn garðyrkjumannsins. Frú Mason greip til stangargleraugn- anna og pírði á hann augun, en Jack reyndi að skýra fyrir henni í sem fæstum orðum, iivað gerzt hafði. Frú Mason sneri sér að ráðskonunni. „Hafið þér iæst þessa mannpersónu inni í húsinu, frú Grunt?“ spurði hún efins. Ráðskonan kinkaði kolli. „Hann birtist hér og fór fram á að ná tali af prófess- ornum. Auðvitað hefur hann vitað, að eng- inn var heima — og að prófessorinn tekur aldrei á móti ókunnugum. Eg sá strax, að hann var eitthvað grunsamlegur, en lét þó prófessorinn fá nafnspjaldið hans. En prófessorinn bað mig óðara að láta sig í friði og ónáða sig ekki næsta hálftímann. Ég sagði þessum manni að doka við og fór síðan inn í móttökuherbergin, en hann hlýtur að hafa grunað að ég heyrði ekki vel og læddist því á eftir mér og faldi sig þar þangað til ég var búin að aflæsa.“ „Viljið þér hringja á lögregluna þegar í stað, frú Grunt!“ mælti frú Mason stutt- lega. Lögregluna! — Jack sá fyrir sér í anda, hvar Alice hyrfi úr lífi hans í hávaðanum frá hlekkjum og handjárnum, sem brugðið væri á sjálfan hann. „Náðuga frú Mason,“ hóf hann máls, meira af ákafa en fyrir- hyggju — en hann komst ekki lengra, því að nú kom Alice þjótandi inn í stofuna. „Jack!“ hrópaði hún skelfingu lostin. Og hún hafði fulla ástæðu til að vera skelfd. Jack leit ósköp vesældarlega út. Hann var blóðrisa og bólginn og hélt um úlnliðinn, sem tekinn var að þrútna. „Þekkir þú þessa mannpersónu?" spurði frú Mason byrst. Alice svaraði ekki, heldur fleygði sér um hálsinn á Jack og rak sig um leið svo hastarlega í handlegginn á honum, að hann rak upp sársaukavein. Frú Grunt æpti upp yfir sig, og Alice grét upphátt. Allur þessi hávaði hlýtur að hafa borizt alla leiðina inn í vinnustofu Finchbys prófessors, því að allt í einu var hann sjálfur kominn á vettvang og nam staðar í dyrunum. „Hvað í ósköpunum á þetta eiginlega að þýða?“ 1 fyrsta skipti á ævinni höfðu talfærin brugðizt frú Mason, og með ógreinilegum kokhljóðum pataði hún spangargleraugun- um í áttina til Alice sem ennþá hékk upp um hálsinn á Jack. Prófessorinn leit í forundran á ung- mennin tvö. Svo kom á hann undarlega stjarfur svipur. Hann skaut fram álkunni og gekk hægt og hikandi í áttina til þeirra. Jack þrýsti heila handleggnum enn þétt- ar utan um Alice. — Maðurinn er snar- geggjaður, hugsaði hann í uppnámi. Nú er að duga eða drepast! Prófessorinn gekk alveg að Jack. Skyndi- lega gerði hann furðulega hreyfingu eins og hann vildi hremma eitthvað. Síðan hróp- aði hann upp í rómi sem gaf til kynna ótvíræðan sigur. „Ég náði því — náiði því, heyrið þið það?!“ Hann opnaði greip sína varlega og gægð- ist. „Hvaðan í ósköpunum hafið þér náð í þessa bjöllu, ungi maður?“ spurði hann hugfanginn. „Fyrirtaks sýnishorn — stórt, heilt og ljóslifandi! Hún iðar innan í lóf- anum á mér svo það fer unaðarhríslingur um mig allan . . . En hvar í ósköpunum hafði þér orðið yður úti um hana, ungi 48 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.