Heimir - 01.02.1905, Qupperneq 20
44
HEIMIR
lenzkt kvennlólk þetta, og ekki stór vörn kristindóminum, ef
verið væri að bera hann fyrir brjóstinu. En það er oft þægilegra
að þær bafi ekki uppi svör, þegar verið er að atyrða þær fyrir,
að leggja peninga sína í klæðnað fyrir líkamann í stað framlaga
til kyrkjunnar.
En það er ekki fyr en Vilb. Pálsson fer að tala, að aðallega
er komist að efninu. Hann gengur út frá þyí sem vísu, að ráða
eigi bót á varnarleysinu gegn ofsóknunum, og hann finnur sáðið
—að lesa bænir móti óvinum upp á gamlan og góðan kaþólskan
sið, reyna særinguna, lesa pistla úr biblíunni, og verja húsið fyr-
ir Heimskringíu, Eimreiðinni og Heimi. Það var viturleg til-
laga og átti vel við efnið og staðinh. Meöal þetta eða annað
mjög svipað því var notað úti á íslandi til forna. jón gamli
Árnason segir svo frá, að gamlar konur hafi krossaö sig, er þær
fóru að hitta Sturla sinn eða höfðu fataskifti. Mun það hafa
verið ræðumanni í barnsminni, enda sagðist hann vita til þess,
að ráð sín bæri góðan árangur, ef þau væri réttilega notuð. —
Manniræðingar hafa það fyrir satt, að andlitsdrættir mannanna
seinjist mjög að þeim hugsjónum, er gagntaki sálarlíf barnanna
á unga aldri, einkum sé hugsjónin dregin af lifandi fyrirmynd.
Útlit ræðutn. var eitthvað átakanlegt þetta kvöld, eins og oftar,
er hann fór að leggja á ráðin. Var það og margra geta, að svo
væri þeir einir, er „komnir væri úr hörmunginni miklu" og lifað
hefði Sturlungu í æsku. Menn tóku líka eftir því, er hann sagði,
því þar var talað úr heimi fyrirbænarinnar af sjónar og heyrnar-
votti.------------
— Að félagsmenn hafi grætt í ytra áliti við fundi þessa eða
með sjálfum sér aukist virðing fyrir aðvinnslumátanum er næsta
ólíklegt. Aö prestarnir komi saman á næturþeli til að bölva ó-
vinum sínum er ekki það, sem hrífur hjörtu þeirra, er langar til
að vita til þess, að enn lifi dálítill mannskapur og dáð í ærlegri
sókn eða vörn. Né þótt þeir leiði fáeina menn upp á ræðupall-
inn, er boðnir og búnir eru að játa öllu, sem þeim er uppálagt,
er ekki stórum aukið við fræðsluforða almennings með því. Sá
leikur líkist meira skrípaleik trúðara Magnúsar konungs Erlings-
sonar, „er hlaupa létu smárakka yfir hávar stengur. "■-