Heimir - 01.08.1907, Page 10

Heimir - 01.08.1907, Page 10
58 Ii E I M I R trúarbragöanna; hann er mjög mismunandi t. d. á Indlandi og Gyðingalandi, en alstaöar sjáum vér merki þeirra ytri kjara, er þjóöirnar hafa átt viö aö búa. A Indlandi átti sér staö breyt- ing frá fjölgyðistrú til algyöistrúar (pantheism). í hinum elztu ritum Hindúanna gömlu, Veda sálmunum, er talað um marga guði. Agni, Indra og Varúna voru hinir helztu þeirra, en auk þeirra voru margir aðrir guðir, sein einnig voru tilbeönir. En fjölgyöistrúin fullnægði ekki til lengdar þeirri þjóö, sem Max Mueller hefir kallað hina dýpst hugsandi þjóö heimsins. Trúin á einn allsherjar guö, Brahman, útrýmdi fjölgyöistrúnni svo, að í hinum síöari helgu bókum Hindúanna er það Brahman, sem er og lifir í öllu; öll tilveran er Brahman í insta eöli sínu, og ekkert getur veriö til án þess aö koma frá og hverfa aftur til Brahman.l) Guö er alt í öllu, og ekkert getur átt sér staö frá- skilið tilveru guös, er útkoman af hinni merkilegu þroskun trú- arbragðanna framáviö á meöal Hindúanna. Þessi algyðistrú kemur bezt í ljós í ritum þeim, sem nefnd eru „Upanishads", og í heimspekisritunum, sem voru skrifuð eftir aö algyðistrúin haföi verið viðtekin af þeim hluta fólksins, er nokkra verulega mentun hafði; sérstaklega í hinni svo kölluðu Vedanta heim- speki. Hvergi annarstaðar í heiminum hefir framþróun hug- mynda þeirra, er liggja til grundvallar fyrir öllum trúarbrögð- um, t. d. guðshugmyndarinnar, verið jafn áþreifanleg og á með- al þess hluta Aryanska mannflokksins, sem gjörði Indland að bústað sínum. Ef vér nú berum Gyöinga trúarbrögðin og framþróun þeirra saman við hin indversku, þá sjáum vér fljótt, að þar er um alt aðra tegund af trúarbrögðum að ræða. Flestum fræðimönnum ber nú saman um, að trúarbrögð Israelsmanna, Jahve trúar- brögðin, hafi átt rót sína að rekja til annara lægri trúarbragða, sem einhvern tíma hafi verið sameiginleg eign allra semitísku þjóðanna. Trú þessi var fjölgyðistrú, en smásaman þegar þjóð- flokkarnir skiftust í sundur og-tóku sér fasta bústaði og fóru að yrkja landið, valdi hver þeirra sér einn guð, sem svo varö guð 1) Brahman er hvorugkyns orð; uppruni þess er vafasamur. Sumir fræði- menn halda, að sagnmynd t'ess hafi upprunalega pýtt að b i ð j a .

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.