Heimir - 01.08.1907, Síða 18

Heimir - 01.08.1907, Síða 18
66 HEIMIR Millibilsguðfræðin. Vér finnum til þess, aö þaö er háö barátta um flest forn þekkingar atriöi manna. Þaö má heita, aö nú á dögum sé öll lífsþekking og lífsreynsla manna endurskoöuö og yfirveguö, hvort hún hafi veriö rétt þýdd á liönum öldum. Flest trúar og siöfræðis atriöi, er menn hafa haldið við öld eftir öld eru rann- sökuö aö nýju. Við það öölast fjölda mörg þeirra nýja mérk- ingu. Önnur slitna burt úr því sambandi, er þau áður stóðu í, og standa ýmist einstök sér og eru ósamrýmd nútíöar lífsskoð- unum manna, eöa þau hverfa alveg úr sögunni. Þannig er því variö meö friðþægingarkenninguna og fordæmingarlærdóminn, tvíburamerki gömlu trúarinnar, sem nú eru orðin aöskilin, og fordæmingin fordæmd af allflestum sem villulærdómur. Fáir eru svo hraustir, aö þeir geti játaö afdráttarlaust trú sína á djöful og helvíti, þó trú þeirra og hagsýni hafi allmikiö þanþol, hvaö ýmislega smámuni áhrærir. Friöþægingarkenningin er orðin ein síns liös síðan „pínan varð mórölsk." Einnig eru hugmyndirnar fornu um guð,lífsviöhaldiö, ódauð- leikann, réttlætismeövitundina, ósamstæö hugtök, síöan heim- spekiskenning gömlu guöfræöinnar kollvarpaöist. Millibilsguö- fræöin setur kenningar sínar um ódauöleikann, réttlætismeövit- undina, lífsviöhaldið á jöröinni, í samband viö breytiþróunar- kenninguna, en hugsjóninni um guödómirin -—eining í þrenn- ingu-^ er haldiö eins og hún var til forna. Guö í höndum millibilsguðfræöinnar verður því eins og af- settur konungur, valdalaus, útlægur og farandi í alheimi sínum. Hann er prédikaður sem biblíuguöinn, er nú fyrir nokkrum þús- undum ára skóp jöröina á fáum dögum og alt sem henni til- heyrir. En svo þegar málinu víkur við til mannanna og heims- ins, þá er oss kent að hvorttveggja hafi til orðið meö öllum öörum hætti, en sköpunarsagan segir, og það meö mikiö lengri tíma. Þegar uppruni mannsins er á þá leiö, eins og nútíöar vís- indin benda oss á, þá fer aö veröa ervitt að skilja, hversvegna

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.