Heimir - 01.01.1908, Qupperneq 15

Heimir - 01.01.1908, Qupperneq 15
H E I M I R >59 Drengurinn náöi hespunni hávaðalaust oían af kengnum fyrir útidyrum eldhússins, smeygöi sér eins hávaöalaust inn, hrifsaði fáeina eplakökur af diski, drakk þriflegann teig úr púns- könnu, tók handfylli sína af eihhverju rauöu, scm var á síu hjá reykháfnum, og stakk svo í vasa sinn bæöi eplakökunum og þessu rauöa mauki. Þegar hann var í þann veginn að læðast burtu, varð hann þess var, að hann hafði haft fylginaut í þessu strandhöggi. Stór svartur fressköttur, sem guð mátti vita um hvaða smugu hafði komist inn, stóð á eldhúsborðinu og lapti mjólk úr skál. Drengnum féll þessi köttur strax vel í geð. Hann tók rjómakonnu og helti úr henni á tóina undirskál, til þess að gjöra kettinum hægra fjair framvegis að gæða sér á rjómanum; síðan hvarf hann aftur út í garðinn. Það mátti ekki seinna vera. Skinna-Bóletta og eldastúlka Jörundar Rasmussonar, sem höfðu verið að dansa í kring um jólatréð, komu nú aftur fram. Níðingsbragð kattarir.s kcirít upp, og var sökudólgurinn laminn með sópnum úr eldhúsinu út í garðinn um leið og skammaryrðin rigndu yíir hann; þar köll- uðu hann „hundspott' og „erkisvín", og það voru nú hæversk- ustu og um leið meiningarlausustu orðin. Drengurinn var rétt búinn að ná upp króknum fyrir hænsa- hurðinni; þá hrökk hann saman og beygöi sig niður, er hann sá Ijósglætuna í eldhúsdyrunum, og í sama bili sá hann vin sinn, köttinn. Þessi köttur gat þó orðið skemtilegur lagsbróðir í hansa- kofanum kvöldið það. Hann tók til að gæla köttinn og hvísla undur hægt: „kisi, kis!" Hann sá hvar grilti í kisa, þar sem hann straukst fram ineð inúrvegg. Hann nálgaðist smátt og smátt, stanzaði og skiniaði út í loftið með gneistar.di gljmum. Líklega hefir hann samt fundið einhvern andlegan skyld- l leika milli sín og drengsins, því hann gekkst fyrir hinu hvíslandi gæluskrafi; og innan stundar fann drengurinn hvernig hann lyppaði til hlýjum og mjúkum skrokknum í handarkrika sínum. Með annari hendinni lyfti hann hespunni frá hænsakofa huið- inni, opnaði hana í hálfa gátt, og kisi og strákur smugu báðir inn í hænsakofann.—

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.