Heimir - 01.01.1908, Qupperneq 19
H E I M I R
163
Hænsin urðu altaf kátari og fjörugri. Haninn fór aö veröa
vífinn við hænurnar. Það komu mjög kynlegir innskotsþættir
inn í þenna tryllingsdans. Þaö var í fyrsta sinni sem Lúövík
fckk hugmynd um, aö hæns væru fuglar, svo geröarlega flugu
þau ineð vængjabarningi og gargi. Hann lék viö þau skollaleik,
náöi stundum einni og einni vængfjöður úr hænunmn, stund-
um þreif hann utan um aöra löppina á hananum. — O, hvað
haninn og hænurnar görguðu, —kötturinn mjálmaöi óhemjulega;
þau hæns, sem ekki voru þaö og þaö augnablik í þessum tryll-
ingsleik, átu af rauða maukinu.
Drengurinn var töfraöur af ólátunum, hávaðanum og tryll-
ingshættinum. Hann grenjaöi og hvein svo að yfirtók alt galiö
og gargið í hænsunum, æddi um eins og djöfulóður, krafsaöi
upp ruslið af gólfinu, þeytti því í allar áttir, hló og söng:
„Og því skal herja hart
sem hraustur kappi lands.
Húrra, húrra, húrra!"
Hann vissi ekkert, skynjaöi ekkert, hann og hænsin voru
jafn djöfulóð í þessuin helvíska jólaleik, sem hann setti á stofn.
Hvaö er nú að?
Það var bariö á dyrnar.
„Berjiö þið, eg skal berja aftur!"
Og drengurinn barði með báöum stígvélahælunum innan á
hurðina svo þrumaði undir, jafnframt því sem hann erti hænsin
til þess aö flögra og vappa um kofann.
„Hver er í hænsakofanum?" kvað viö utan viö kofann meö
þrumandi rödd.
Drengurinn þekkti röddina. Honum flaug í hug að hann
ætti von á kinnhesti eða skrokkskjóðum. En hann var í því
hugarástandi, að hann skoðaði slíka hversdags hluti sem smá-
muni.
„Gott kvöld og gleðileg jól, Skinna-Bóletta!" þrumaði
hann út um huröina.
Utan frá drundi:
„Nei, aldrei á minni líísfæddri æfi, og alt til æfiloka, hefi
eg þekkt, né mun þekkja, annan eins grasasna".