Heimir - 01.01.1908, Side 22
H E I M I R
166
„Á vetrin í hörku og hjarni
um hauður og svellþakta lá
• við ökum í sleða og ærurnst
meö ískalin nefin og blá."—
Herra trúr! Þarna duttu kertisstúfarnir úr knýtunum niður
á gólf. Rjúkandi skörin sloknuðu á svipstundu undir skóhæl-
unum.
Með myrkrinu komust þau til sjálfs sín.
„En ef fyrirfólkiö heyrði nú þetta", sagði Bóletta.
„Já, skollinn hafi það, það þætti mér nú verra", muldraði
Trína.
Þau Iæddust öll inn í eldhúsiö. Heimilisfólkið var alt á
fótum ennþá nema gamla áttræða tengdamóðir trésmiðsins,
sem hélt til í loftherbergi, er vissi út að garðinum. Þar var
búið að loka, slökkva og draga niður gluggtjöldin.
Skinna-Bóletta og sonur hennar urðu samferða heim í Or-
eigahælið. Drengurinn fékk hvorki löðrung né skammir, því
Bóletta játaði með sjálfri sér, að drengurinn hefði gert henni
glaða jólanótt.
IV.
Gamla madama Brask, móðir madömu Rasmusson, hvísl-
aði við kaffiborðiö á jóladagsmorguninn mjög íbyggin á svip:
„Fyr mátti nú vera gauragangurinn í hænsakofanum. í gær-
kveldi!" —
Tengdasonurinn yppti öxlum. Gamla konan var orðin
hjá sér, og sá og heyrði ýmislegt, sem aðrir hvorki sáu né
heyröu.
„Það var Ijós, söngur og dans þar úti," hélt madama Brask
áfram.
„Já, það er rétt líklegt," sagði trésmiðurinn og fór út úr
stofunní, tautandi: „O-o, rugl!"---
Madama Brask hvíslaði að dóttur sinni:
„í mínu ungdæmi settu menn dálítið af mat út handa. . . .
handaþessum smáherrum á jólanóttina. Nú erumenn orðnirsvo