Heimir - 01.04.1908, Side 8

Heimir - 01.04.1908, Side 8
224 H E I M I R þaö, en köllun vor er æöri en þaö, aö gjöra viröingu og sann- leika svo dýrölegt aö menn fylgi því glaöir. Þaö er atdáui.ar vert að menn skuli leita sannana, er fullnagi skilningi þeirra, fyrir tilveru guös, en þaö er enn aödáunarlegra ef vér reynum aö örfa og styrkja alla vora göfugustu eiginlegleika, er veita oss aö lita guölegu lífi, því þaö í sjálfu sér er sú fullkomnasta sönn- un, er enn þekkist til aö sannfæra menn um virkileika þess guð- dómlega. Þaö er ekki svo mjög hlutverk trúarinnar, aö segja mönnum hvað sé rétt, því þaö er siöfræöinnar, eins og þaö, aö vekja hjá mönnum löngun til að gjöra það, sem þeir allareiðu vita aö er rétt,— aö elska réttlætiö, eins og þeir elska loftiö og ljósið. Þaö er ekki heldur hlutverk hennar, að stjórna ýmsum tilgátu tilraunum, er hjálpa til að sannfæra menn, aö til sé eilíft líf, heldur að sýna mannlífiö í því Ijósi— eins og til dæmis Jesús —aö þaö yrði að lýti og lesti á tilhögun tilverunr,- ar, væri þaö nokkuö minna en eilíft. En aö hvaöa tilgangi verkar svo þetta lögmál? Að hverju miöar það? Því getum vér ekki verið jafn óháö því og trúar- legum kreddum og seremoníum, og lifaö eftir því, sem lystin biður, án þess aö taka þaö til greina? Hver sé ítrastur tilgang- ur mannlegs lífs er enginn kominn til aö segja. En hver ná- kominn tilgangur þess er, fáum vér flest skilið, og þaö er aö því. er hver trúarskoöun ætti að beinast, sé hún verðug aö heita því nafni. í ríki náttúrunnar myndast krystall, og eölislögmálið gjörir hann svo fullkominn, aö undir beztu sjónankum er ekki hægt að finna þar brest eöa missmíði. Öll þau eðlislög, er eg hefi nefnt, verka í sömu átt aö fegurö og fullkomnun. Nú vit- um vér, aö frá ómunatíð er innofin mannlegu eöli þrá til full- komlegleikans. Eftir því stynur og andvarpar öll tilvera mannsins. Drummond segir oss, aö öll tilveran hrópi eftir því sama, en aöeins hjá manninum sé sú löngun ákveöin og afsér- vitandi. .„Veriö þess vegna fullkomin eins og faðir yðar á himnum er fullkominn", er aðeins spádóms orð, bráöabyrgöar- setning um framþróunar lögmálið. Að hungra og þyrsta eftir réttlætinu.er vottur andlegrar heilbrigöi, eins og vanalegt hung- ur og þorsti er vottur líkamlegs heilbrigöis. Þctta hungur og

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.