Heimir - 01.04.1908, Blaðsíða 9

Heimir - 01.04.1908, Blaðsíða 9
H E I M I R 225 þessi þorsti eftir réttlætinu— réttri skynjun, sannri dómgreind, sönnurn verkum, sannri tilbeiCslu, er öll vor æfileið gengurút á, má aldrei ná varanlegri fullnægingu. IJaö er aö segja vér verð- um að gæta þess, að útskýringu og fullnaðar þýðingu kristin- dómsins skuii aldrei verða skorður settar, af nokkurri bók, nokkurri játningu, nokkru klerkavaldi, nokkru trúarlegu sakra- menti eða seremoníu, er fullnægja þykist eðlilegu hungri og þorsta mannssálarinnar eftir því æðra og enn æðra. Endileg fullnæging hungurs og þorsta, í þeim skilningi, þýðir dauða, og ekkert nema dauða. Sé það frelsunin, að oss finnist vér ekki framar getum drýgt synd, að vér höfum svo fullkomnast aö vér þurfum einskis framar að leita, er gjört geti líf vort fullkomnara og betra, þá þurfurn vér að frelsast frá þeirri sáluhjálp. Þvf þá er samband vort við lífstilveruna slitið, andlegur þroski snú- inn í afturför, og þráin eftir fullkomnun horfin. Eftir því sem líf mannsins er fullkoinnara eftir því er enn meira hungrið og þorstinn eftir því, er eilíflega getur gjört það víðtækara og meira. Hve bjart hið tilkomanda, þeim er horfir fram á leið, efalaus, til eilífra upprennandi sólna, er færa nýjan dag og nýtt erviöi! Það er þess vegna að framtíðar braut skoðana vorra verður að vera braut daglegra opinberana, eins og Unítara trúin hefir ver- ið í liðinni tíð, vegna víðsýnis sinna ágætismanna, er henni hafa fylgt. Enda er lífið sjálft tæpast annað en það. Sálir manna hafa hvetjandi áhrif hver á aðra. Sá, til dæmis, er með lífi sínu uppfyllir einhverja háleita hugsjón, vekur hjá öðrum samskonar löngun til að lifa. Persóna ósérplægs stjórnmála- manns, blæs hverjum löggjafa meir og minna í brjóst, að lifa samskonar lífi, stétt sinni og landi til sóma. Hreinskilinn verslunarmaður er vernd gegn svikum í kaupum og sölu, vörn gegn lygum og táli, öðrum hvöt til oröheldni og ærlegheita. Oll þau lög, er eg hefi nefnt, eru aðeins jafn margir vegir, er menn fá lifað eftir og strá göfgandi áhrifum til gagns og þrifa. A því hvílir hin eilífa endurnýjung og fágun andlega lífsins, að mannkyniö lifi því lögmáli. Og spurningin sem mætir oss er því, hversu fáum vér komið því til vegar? Hvernig getum vér

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.