Heimir - 01.04.1908, Page 10

Heimir - 01.04.1908, Page 10
226 H E I M I R örvað löngun inanna til réttlætis og fullkomlegleika? Hvernig aukið hungrið og þorstann eftir réttlætinu? Einn vissasti vegurinn að gjöra það ekki, er að lifa einn út af fyrir sig. Jafnvel segulstálið tapar krafti ef það liggur érot- að. Það verður að vera síverkandi, draga að sér— cg um leiö segulmagna —annað járn eða stál. Sál mannsins er hið fuiðu- legasta allra segulstála- en samt, missir hún allan mátt í ein- veru og iðjuleysi. Viðkvæmni hennar dofnar, áhuginn dvínar og að síðustu hættir hún að trúa því, aö það sé þess vert að lifa nema fyrir eigin hagsbóta sakir. En sé maðurinn í samíélagi við aðra menn, í ærlegri samvinnu til óeigingjarnra nota, upp- fræðist sameiginlega í hugsjónum þeim, er hreinsað og göfgað hafa mannlegt líf á liðnum öldum, og verið hafa, yfir allar aldir kristninnar, stjörnuljós himins, er lýst hefir vandfarna vegu, standi þeir saman hlið viö hlið frammi fyrir guði og leggi fram saineiginlega krafta til að leysa úr ráðgátum þessa lífs, eykst honum líf og þróttur, og hann veitir öðrum einnig líf og þrótt. Sá er eyðir lífi sínu, eykur það. „Sá er týnir því, mun finna það." Og þetta er bæði tilgangur, og réttlæting fyrir tilveru þess félags óháðra kyrkna, er eingöngu treystir á, án milligöngu nokkurra prestlegra höfðingja, eða bindandi trúarjátnirga, þau réttlætis og siðfræðislög, er, eins og þáu voru ekki tilbúin af mönnum, hvorki vaxa né þverra við lof' þeirra eða last. En þó álít eg, að langstærsti tilgangur og æðsta köllun trúar vorrar sé að skapa bjargfasta. trú á rcttu m&li og opinbera ó- endanlega yfirgripsmikinn sjóndeildarhring mannlegum anda. I allri þessari hringiðu gamalla og nýrra heimsskoðana, úreltra og hneykslanlegra kenninga, er hugur manna á nú í höggi við, svo hann fái haldið heilbrigði sinni og skynsemd, jafnast ekkert við það að færa menn til þekkingar á einhverju því er fullnægt fái kröfum mannlegrar löngunar og vonar. Það ermikið af synd og þjáningum í heiminum, brjálsemi er sprottin eraf auðnuleysiog óhamingju, er leitar frelsunar í dauða, viðurstyggð ofnautnar og bölsýni er skapar kulda og kæruleysi fyrir óláni og rangsleitni lífsins; en það er alveg sama nú eins og áður hefir verið, engu meira, þegar ósamkvæmni trúar og þekkingar hefir náð sömu

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.