Heimir - 01.04.1908, Blaðsíða 18

Heimir - 01.04.1908, Blaðsíða 18
234 H E I M I R ^Læröu aö þekkja mennina," það ætti að vera einkunnar- orðin. Það er full nóg búið að syngja um náttúruna. Syngið um manninn svo hann að minsta kcsti verði yður eins kær og „hólar og holtin ber". Ekki svo að skilja að viðleitni vor að kynnast þessurn bústað vorum sé vítaverð. Fjarri fer það. Bezt væri að geta orðið svo fullnuma í því, að eins og guðinn norræni er heyrði gras spretta á jörðu, að vér gætum heyrt og aðgreint öldufall ljósvakans mikla, þá hann flytur til vor geisla- brotin handan úr eilífðarinnar geim. En lærist oss að heyra svo vel, því þá ekki um leið að heyra til andardráttar mann- anna?. ... Er hann of ljótur til að ljá honum eyra? Er hann hryglu blandinn, fylgja honum stunur? Er það mannlegt líf er þannig lætur? Það var mannlegt hörmunga líf er hæst lét í, inni í skálanum á Stiklastað eftir bardagann. Menn ættu ekki að gjöra það að gamanræðu að hátt láti í sárum konungsmanna. Konungmenni saérast, sár þeirra eru oft banvænust og dýpst. Miklu heldur, ef andardráttur bóndans eða konungmannsins er stríöur, þá ætti siðmenning og mannfélags kærleiki þessarar ald- ar að verða við bæn hvers þeirra sern væri og rétta þeim sval- andi vatnsdrykk í dauðastríðinu, bæðist þeir þess, og draga ör- ina úr síðu skáldsins svo hann fengi að deyja rótt. Yröi það að siðum, yrði lífið bjartara og dauðinn sælli. En þaö tekur meira en útdeilingu brauðs, því ekki þjáist mannlífið af grassótt. Félagsmálin. ---•-- Á þessu komandi sumri aukast starfskraftar vorra Unítar- isku félagsmála að mun, enda er full þörf á því. Enn sem komið er, hafa þeir menn verið alt of fáir, er kringumstæða vegna, hafa getað gefið sig við útbreiðslu trúmála vorra, og á stundum alls engir, að frátöldum prestum safnaðanna að Gimli

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.