Heimir - 01.10.1908, Síða 9
HEIMIR
Si
hvetja til hreysti og karlmensku. Vér teljum þau fyrst, þvl
hreystimál er yfirtónn allra hans kvæSa. Eins og Þormóður,
skemtir hann mönnum með „Húskarlahvöt". Má þá fyrst til-
nefna kvæðiö .Stormur", (Ljóðm. bls. i), inngangskvæðið að
tímaritinu „Verðanda" og síðar að ljóðabókinni.
„Þú skefur burt fannir af foldu og hól,
þú feykir burt skýjum frá ylbjartri sól
og Joftilla dáðlausa lognmollu hrekur
og lífsanda starfandi hvarvetna vekur,
Þá var skáidið 20 ára, er hann kveður þetta, og er þessi
samstefja þar í líka.
„Eg elska þig kraftur sem öldurnar reisir,
eg elska þig kraftur sem þokuna leysir."
Eins og draumur er löngu síðar átti að koma fram.
Þá má elcki gleyma kvæðinu „Hvöt" (bls. 72.)
„Breiðið arma báða móti
blænum þótt hann við og við
fari í storm og byrstur brjóti
brúðurusl er dýrkið þið.
Eða kvæðinu „Undir Ivaldadal", er Dr. Björn Olsen segir
að skáldið vilji sem fæst um tala nú á fullorðins árum, finst
eitt af stórorðagnægðinni, er hann gjarna ætti að þurka út með
sínu „Ágæta þerriblaði:"
(„Eg vildi óska’ að það ilti nú blek
í ærlegum straum yfir blaðiö hjá mér,
svo eg geti sýnt, hve mín framkvæmd er frek
og fádæma gott mitt þerriblað er.")
Sé svo, lætur skáldið alt of haröan dóm yfir sjálfan sig
ganga, því hversu margt og fagurt yrði þá ekki að þerra út, er
ber með sér æskuófyrirlæti, og er þetta eitt vorra einkennileg-
ustu og beztu kvæða íslenzkra
„Vér þurfum á stað þar sem stormur hvín,
og steypiregn gjörir hörund vott,
svo þeir geti skolfið og skammast sín
er skjálfa vilja, það er þeirn gott."