Heimir - 01.10.1908, Blaðsíða 10

Heimir - 01.10.1908, Blaðsíða 10
82 HEIMIR .... „Vér þurfum aS koma á kaldann staö á karlmenzku vorri aö halda próf. „ Hve margir mundu þar „krækja sér í láS?“ A8 síSustu mætti minna á niðurlagserindiö í eftirmælum eftir drukknaöan vin, (bls. 63). „Þaö gæti eg skiliö, en eg veit þaö eitt í öllum vöövum eg þaö titra finn. Þar vildi eg sjálfur sundtök hafa þreytt og sótt þig út úr háska vinur minn. Og hver er sá sem vildi ei hafa veitt og vildi ei hafa stoöaö bróöur þinn, sem öruggt móti Ægisdætrum varðist og um þitt líf viö dauöann sjálfann baröist. Sýna nú þessi ljóö nokkuö persónuna sjálfa? Hann var aöeins 21 árs er hann kvaö þetta, er þaö ekki altsaman upp>- gjörð og æsku mikillæti? Hann var fertugur sem næst, sýslu- maöurinn á Isafirði, er baröist viö dauöann móti Ægisdætrum um þriggja manna líf og bjargaöi einu, nú fyrir nokkrum árum, —og sýslumaðurinn var Hannes Hafsteinn! Þaö muna allir eftir þeim atburöi enn. Um leiö og hann sýnir hve landið er lítið megnugt aö varöveita rétt sinn sjálft, er hann talandi vott- ur þess, aö sá sem áöur haföi hvatt til hreysti kunni og að búast til atlögu þó ójafn væri leikurinn. Þá er og annar flokkur er lýsir tilfinningum er rísa þá maöurinn „vaknar til lífsins," svo vér notum hans eigin orð. Sum þau kvæöi þykja skorinorö og ber, en engin þeirra eru ó- prúömannleg. Þau lýsa efldri sál og efldari æsku og æfintýra- löngun, og gegn um þau öll skín gleði og heilbrigöur þróttur. Vel skal þó ætla, að sumum hafi fundist nóg um bersögli virki- legleika kenningarinnar. Þaö má horfa á nærföt úti á stagi, og marga hefi eg séö, karl og kerlingu, ríöa á þaö alþing er línklæöi voru breidd til þerris eöa til sölu, en aö tala um hvern- ig fötin fara er viöurstyggð eyöileggingarinnar. „Smalastúlkan" er fyrsta kvæöi Hannesar í þessum flokki og veröur ætíö fyrsta kvæöiö, því þaö er djarfast kveöiö. En er það kom út í ljóða- bók hans mætti um það segja eins og sturlunga: „Allr tók sér þá

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.