Heimir - 01.10.1908, Side 11
HEIMIR
«3
es-særir, setr linna blés innan, þjóð óx þefr í búðum, þing-
heimr of nef fingrum". Hvað þýðir að allur þingheimur tók þá
fyrir nefið, (bls, 5). En eitt fegursta kvæðið í þessum flokki er
„Tinnudökka hárið hrökkur" (bls. 49.) En fínasta kvæði þessa
iflokks er „Mjúkar línur," því það er eitt það næmasta mál um
ást og fegurð nokkru sinni sungið-
„Aldrei sá eg ljósa lokka
liða sig svo frjáist um enni,
aldrei slíkan yndisþokka
yfir nokkri mey sem henni,
Þetta fann eg alí i einu
>er mér sýndist mjöllin kinna
bliki farfast fagurhreinu
tfyrir spurning augna minna.
Hún leit undan, og sem tiðum
árdagsblærinn lífgar voga,
brjóst í öldurn þandist þýðum—
J>að var sál í hverjum boga.
Hvar sem töfruð augun eygðu,
alt til smárra fóta bríkar
munaðsálfar bjartir beygðu
bogalinur yndisríkar.
Höfuð mitt eg hneigði’ i mundu,
hafði ei stjórn á augum mínumi
munarhlýja hvíld þau fundu,
hvíld í þessum mjúku línum.
Þá éfU náttúruljóð hans tigulegt meistarasmíð. Skáldið,
sem hefir ást á mannlegri fegurð, er sjaldnast blint fyrir töfra-
feguíð náttúrunnar sjálfrar. „Af Vatnsskarði", eins og allur sá
kvæðabálkur raunar, skýrir fagurlega töfradýrð tilverunnar ytri,