Heimir - 01.10.1908, Síða 12

Heimir - 01.10.1908, Síða 12
84 HEIMIR og við myndbreytingarnar er augað lítur, hvarflar hugurinn til mannanna sjálfra. Skáldiö sér myndir æsku systra undir þck- unni er hjúpar dalinn. Fjalla umhverfið, landið f heild, er móðir, er vefur örmum um börn sín, dæturnar, sveitirnar fríðu. (bls. 34). En svo líka, er á vissa staði kemur, reikar hugur- inn til fyrri ára, til þeirra er þar voru bornir, þess, er ísland er svift, og fár hefir fegur kveðið um fæðingarstað Jónasar en hann (bls. 34) Enda er undarlegur þungi í því kvæði, er margfald- ast við það, að maður heyrir byrjunar orðin af vörum Jónasar sjálfs, kvæðið um „Æskudalinn", er varð aldrei nema hálfkveð- ið stef, og kveður svo ferðamaðurinn undir með þeirri lipurð og snild, að vel hefði Jónas mátt hafa kveðið alt kvæðið. Haraldur konungur Sigurðsson fyllti vísuna er Þormóður hafði kveðið. „Dagshríðar spor svíða" sagði hann, „Svá mundi skáldit vilja kveðit hafa." I gegn um alla þessa flokka andar sami þrótturinn, sama lýsingin, er segir á látlausu máli frá öllu eins og það er. Hið sama má segja um gamanljóð hans.er mörg eru og fjölbreytileg. Það er í þeim öllum meira en kátína, það ,er alvara undir gleð- inni, krítik á mannfélagið og meinfyndni. Drykkjuvísur hans eru ekki eintómir kútar og brennivín. Þær eru líf og sál og fjör og mannvit mikið. Þær ganga allar út á það, að lifa ekki lífið ljótt, hrista af sér okið, vera menn,— að hætta víli, kæfa sig ekki í ergjum og lama lífsþrótt til dugs og dáðar, með óttanum', sem Páll postuli talar um hjá þeim í Korintu, er eta sér til á- steytingar, og finna skurðgoða keiminn að öllu. „Slík trúgirni er ekki frá þeim sem yður hefir kallað." Lífið er fagurt og gott. Geislar sólar út um allt eitt og sama skrifa, á hagann grænan hjarnið kalt: ,Himneskt er að lifa‘ ". Með hinum ágætustu veizlukvæðum hans og gestagleði er Bellmanns stælingin: „Guð lét fögur vínber vaxa, vildi gleðja dapran heim,

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.