Heimir - 01.10.1908, Qupperneq 18

Heimir - 01.10.1908, Qupperneq 18
HEI MIR 90' stundir þegar hann er fullur og sáttur heiminn viö", eöa þegar hann stendur viö líkbeS systur sinnar.......... Islands ljóö Hannesar eru ekki rnörg og ekki væmin. En í þeirn fáu kvæöum rúrnast allar þær tilfinningar er sannur þjóðar son ber til ættlands síns. Unga Island, og hann er aöal talsmaöur þess, er æ í huga hans, hvar sem hann fer urn önnur lönd. Frarn með Skotlandi, er hann sér hálandiö skógi vaxiö, koma honum í huga þessi orö, og er þar í fullur metnaöur og ríkilæti ríkiláts sonar: „Sé eg í hug þín háu fjöll hjúpuö þessnm grænu skógum, undir hreinni hnjúka mjöll hlíöar frjófar, vaxnar blómum nógurn. Sé eg í hug víð háa storö hundraö skip tneö frónskum diengjum. Þrek er í höndum. Islenzk orö eru það sem skipa aö heröa á strengjum. Sé eg í huga fósturfold féndur þína, sveín og doöa báða fallna flata á mold fyrir nýjum skærum morgunroða. Og hvorki vér eða hann þurfum að sjá það í huga, það er hægt að líta það með opnum augum nú, urn leiö og hann víkur úr sæti sem æðstur fulltrúi þjóðarinnar. Það eru hundrað skip, skipuö frónskum drengjum, viö strendur landsins. Svefn og Doði, að minnsta kosti, liggja sundur brotinn leir. Þó er kvæðið „Island", (bls. 139), hans fullkomnasta ættjarðarkvæði, enda felur það í sér allt, trú, ást og virðing fyrir föðurlandinu, og þar er sannarlega ekki barnaskælur við móöurina, áklagandi kulda, svengd, hor og vesaldóm. Afliö og þrótturinn, í þessu kvæði, er jötunafl, fossa afl Islands, er flytur fjöllin úr stað. „Þótt þjaki böl með þungum hramm, þrátt fyrir allt þú skalt, þú skalt samt fram."

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.