Heimir - 01.10.1908, Page 19

Heimir - 01.10.1908, Page 19
HEIMIR 91 „Allt veröur eiga vaxtar dr, þín voru tíöum hörö og sár^ en ungra deyfö og barnabrek, oft bera vott utn hulið þrek, og þvínæst kemur þroskans tíö, þá er aö ganga fram í tímans stríð." Yfir kvæöinu er svipur glæsimennsku og tíguleika. Þaö et herkonungur er brýnir liöiö til atlögu. Og síöustu orðin erui „Hver eftir mætti vinna reynir sitt." Á þessu sumri hefir mikiö verið um það talað, aö hver eftir rnætti vinna reyni sitt. Og það hefir verið margra mál, aö þar 'hafi kennt ótrúleika hjá Hannesi.-— Hvert er aðal innihald Is- landsfrétta um þetta fjögra ára tímabil? Fréttaþráöa samband viö útlönd, tíöari strand- og póstskipa-ferðir, skipastóll lands- manna vaxið aö stórum mun, bankastofnanir Iandsins fengið fullgilda viðurkenningu í verslunar heiminum, verslun blómgast, iönaður aukist, brýr veriö byggöar og tekið fyrir sem næst allan útflutning. Og þá er enn ótalið þaö sem mest er um vert, að Island og stjórn þess hefir vaxið aö kunnleik og virðingu meöal allra erlendra þjóöa. Smáþjóðin íslenzka hefir nú loks náð þeim tökum, aö geta neytt meðríkiö danska til aö gjöra upp sakir viö sig, og er skipun Millilandanefndarinnar stærsta þrek- virkið, er enn hefir verið unniö í hinni löngu stjórnmálabaráttu íslands. „Þú skalt þú skalt samt fram." Skipun þeirrar nefnd- ar er sú játning á réttarkröfum Islendinga af munni Dana, er aldrei verður afturtekin. Og hversu sem gengur, aö láta skulda- þrælinn Ijúka skuldinni, þá er hann þó búinn aö játa á sig skylduna. Aö árangur nefndarstarfsins skyldi ekki koma þjóð vorri að fyllri notum, en vekja jafn óviðurkvæmilegar deilur, er að vísu sorglegt, en ekki um of að sakast, því millilandanefnd eitt sinn skipuö, veröur altaf skipuö, unz allar misfellur eru jafnaöar. Það er trúa vor. Og gott væri þá aö höfö væri í minni ráð Ráðherrans. „Tími er ei til aö sofa né sýta, sýnum að vér séum dugandi menn."

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.